Yfirmaður Aðgerðagreiningar Lauf Cycling

Lauf Cycling 16. Jun 2022 Fullt starf

Lauf hefur vaxið hratt undanfarin ár. Velta síðasta árs var u.þ.b. milljarður króna og stefnir fyrirtækið á 75% vöxt árlega.

Höfuðstöðvar Lauf eru á Íslandi en fyrirtækið selur vörur sínar um allan heim og er með framleiðslu og lagerhald í mörgum löndum. Því spanna ferlar þess vítt svið; framleiðsla, lagerhald, netsala, þjónusta við kúnna, innkaup, „logistics“, o.s.frv.

Á tímum þessa mikla vaxtar blasa við gríðarleg tækifæri í betrumbótum og nýsmíði skilvirkra ferla og hugbúnaðarlausna innan t.d. Excel, Google Sheets, Zapier og Airtable.

Starfsmaðurinn mun hafa yfirumsjón með „æðakerfi“ (upplýsingakerfum) fyrirtækisins og verður þannig í lykilhlutverki við skölun þess.

Dæmi um viðfangsefni:
-Hvernig er hægt að bæta upplýsingaflæði til kúnna (t.d. í gegnum heimasíðu eða í gegnum LiveChat þjónustuver Lauf)?
-Hvernig er hægt að bæta skilvirkni samsetningarlínu Lauf með bættu upplýsingaflæði innan fyrirtækisins?
-Hvernig er hægt að halda betur utan um gögn?
-Hvernig er hægt að lækka lagerverðmæti, en samt viðhalda þjónustustigi?
-Hvernig er hægt að lækka sendingarkostnað, án þess að lengja afhendingartíma?

Starfsmaður mun vinna náið með forstjóra, fjármálastjóra og yfirmanni „customer service“.

Eftirfarandi menntun hentar í starfið: Iðnaðarverkfræði, hugbúnaðarverkfræði, vélaverkfræði, tölvunarfræði eða viðskiptafræði.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til fimmtudagsins 23. júní. Umsóknir sendist með tölvupósti á jobs@laufcycling.com