Web Developer

UENO. 5. Aug 2016 Fullt starf

OK, forritaraauglýsing fyrir UENO í Reykjavík. Allir tilbúnir?

Byrjum á okkur

  • UENO er alhliða stafræn hönnunar- og vefþróunarstofa með bækistöðvar í San Francisco, New York og Reykjavík.
  • UENO samanstendur af 30 hönnuðum og forriturum í heimsklassa, og fer stækkandi. Engir tenglar, engir verkefnastjórar.
  • Við vinnum fyrir fyrirtæki eins og Airbnb, Bugsnag, Cisco, Dropbox, Fitbit, Google, Lonely Planet, Medium, Thomson Reuters. Og nokkur til viðbótar sem þú hefur heyrt um en við megum ekki tala um. ¯\(ツ)

Og þú?

  • Þú veist hvað þú ert að gera.
  • Þú vilt vinna með forriturum og hönnuðum sem vita líka hvað þau eru að gera.
  • Þig klæjar í fingurna að komast í verkefni sem reyna á hæfileika þína.
  • Þú hræðist ekki nýjungar.
  • Þú vilt alvöru laun.
  • Þú býrð á Íslandi. Og?
  • Þú ert stelpa (eða strákur — okkur er alveg sama).

Starfið

Við vinnum sjálfstætt, í flötu skipulagi, á sveigjanlegum vinnutíma, og oftar en ekki fyrir þekkt fyrirtæki að stórum verkefnum yfir langan tíma. Starfið er í Reykjavík en viðskiptavinirnir geta verið hvar sem er í heiminum. Við festum okkur ekki í ákveðnum tólum heldur notum það besta sem er í boði á hverjum tíma. Í dag eru það hlutir eins og less, scss, react, redux, nodejs — þegar eitthvað betra kemur förum við yfir í það. Sýnishorn af tólum sem við höfum notað nýlega:

  • LESS / SCSS / CSS modules
  • Photoshop / Sketch
  • React
  • Redux / Flux
  • Git / Github
  • Webpack / Gulp
  • Heroku / AWS

Eitt enn

UENO er fylgjandi frelsi, jafnrétti og bræðra- & systralagi. Elskum alla, þjónum öllum.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sendu tölvupóst á finnursig@ueno.co. Hann þarf ekki að vera flókinn. Segðu okkur hver þú ert og sýndu okkur hvað þú hefur gert — tengill á github væri vel þeginn.