Vörustjóri (Product Owner)

five degrees 21. Oct 2020 Fullt starf

Við leitum að áhugasömum og duglegum vörustjóra fyrir verðbréfakerfi five°degrees. Hlutverk vörustjóra hjá okkur er að taka ábyrgð á verkefnum sem eru unnin á hugbúnaðarsviði, framvindu þeirra og gæðum fyrir viðskiptavini og notendur.

Á hugbúnaðarsviði hjá okkur starfar metnaðarfullt starfsfólk með mikla þekkingu og reynslu í gerð hugbúnaðar fyrir fjármálamarkað. Vörustjóri vinnur með öflugum hóp sérfræðinga að því að leysa þarfir okkar viðskiptavina.

Við notumst við Agile verkstýringu, ýmist Scrum eða Kanban. Lögð er áhersla á stöðugar endurbætur og vönduð vinnubrögð.

Vörustjóri kynnir vörur og lausnir five°degrees fyrir viðskiptavinum. Forgangsraðar verkefnum í samráði við notendur og þróunarteymi. Mikilvægt er að viðkomandi geti unnið úr kröfum viðskiptavina allt frá hugmyndum til enda afurðar.

Til að koma til greina í starfið þarftu að hafa háskólagráðu í tölvunarfræði, viðskiptafræði eða sambærilegum greinum. Góð þekking á verðbréfaviðskiptum og reynslu af fjármálastarfsemi.

Um five°degrees

five°degrees á Íslandi er leiðandi í gerð hugbúnaðar fyrir fjármálamarkað. Hugbúnaðurinn okkar er í notkun hjá flestum fyrirtækjum og stofnunum á íslenskum fjármálamarkaði. Hugbúnaðarlausnir five°degrees einfalda alla umsýslu lána, verðbréfasafna, innlánsreikninga og greiðslusamninga.

Höfuðstöðvar five°degrees eru í Hollandi og er félagið í örum vexti í Evrópu og N-Ameríku. Hugbúnaðarteymi eru einnig staðsett í Portúgal og Serbíu. Starfsfólk á Íslandi vinnur með fólki í öllum þessum löndum að margvíslegum verkefnum, m.a., að skýjalausnum five°degrees í Azure.

Starfstöðvar á Íslandi eru tvær, í Kópavogi og á Akureyri. Á báðum stöðum er lagður mikill metnaður í gott starfsumhverfi og að verkefnin sem unnin eru séu bæði fjölbreytt og krefjandi.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Tekið er á móti umsóknum á netfangið: job@fivedegrees.is