Vörustjóri gervigreindar – AI Product manager

Orkuveitan 3. Sep 2024 Fullt starf

Vörustjóri í hagnýtingu gervigreindar

Við leitum að skipulögðum, drífandi og hugmyndaríkum leiðtoga í hagnýtingu gervigreindar hjá Orkuveitunni. Í starfinu felast tækifæri til þess að þróa, móta og taka þátt í fjölbreyttum verkefnum tengdum framtíðarsýn og vöruþróun á notkun gervigreindar innan Orkuveitunnar og dótturfélaga. Starfið krefst þekkingar og reynslu á lausnum á sviði gervigreindar ásamt framúrskarandi samskiptahæfni, frumkvæðis og hæfileika til þess að kenna öðrum og miðla þekkingu.

Helstu viðfangsefni Vörustjóra gervigreindar eru:

  • Greina tækifæri til hagnýtingar gervigreindar innan Orkuveitunnar
  • Styðja við stafræna leiðtoga í að sjá tækifæri í nýtingu gervigreindar í vöruþróun
  • Byggja upp vinnuhætti gervigreindar hjá Orkuveitunni
  • Miðla þekkingu til starfsfólks um hagnýtingu gervigreindar (Copilot, ChatGPT, Eya-Advania o.s.frv.)
  • Stýring og stuðningur í verkefnum tengdum hagnýtingu gervigreindar

Ef þú veist allt um gervigreind og hefur hæfileika til að tileinka þér nýja þekkingu á skömmum tíma þá viljum við heyra frá þér!

Hvernig vinnustaður er Orkuveitan? (kynningarmyndband)

Orkuveitan samanstendur af móðurfélaginu og fjórum dótturfélögum, Orku náttúrunnar, Veitum, Ljósleiðaranum og Carbfix og hefur það hlutverk að styðja vaxandi samfélag, heimili og atvinnulíf með nýsköpun í orku, veitustarfsemi og kolefnisbindingu.

Við bjóðum upp á fjölbreytt og stuðningsríkt vinnuumhverfi þar sem áhersla er lögð á framsýni, hagsýni, heiðarleika og frumkvæði. Rannsóknir hafa sýnt að fjölbreytileiki leiðir til betri árangurs og við hvetjum öll sem uppfylla grundvallarskilyrði starfsins til að sækja um, óháð því hvort þau haki í öll boxin.

Umsóknarfrestur er til og með 15. september 2024

Nánari upplýsingar veitir Kristrún Lilja Júlíusdóttir, Forstöðukona stafrænna og stefnumiðaðra umbreytinga, á netfanginu kristrun.lilja.juliusdottir@orkuveitan.is


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur