Vörustjóri gagna

Bláa Lónið 11. Feb 2025 Fullt starf

Bláa Lónið leitar að metnaðarfullum og reynslumiklum einstaklingi í hlutverk vörustjóra gagna til að leiða gagnateymi og gagnastefnu fyrirtækisins. Viðkomandi mun leiða gagnavegferð Bláa Lónsins og tryggja nýsköpun og þróun í gegnum gagnadrifna ákvarðanatöku, bera ábyrgð á gagnagæðum og tryggja að fyrirtækið hafi rétta gagnainnviði til að styðja við viðskiptamarkmið og framtíðarsýn fyrirtækisins. Viðkomandi mun spila lykilhlutverk í að samræma notkun gagna til að bjóða viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu sem skapar virði til framtíðar.

Starfið heyrir undir sviðið Digital & Data, þar starfar fjölbreyttur hópur fólks sem nýtur frelsis til nýsköpunar. Við leggjum áherslu á að þróa notendavænar lausnir með notkun nýjustu tæknilausna. Starfið felur í sér náið samstarf við aðrar deildir innan fyrirtækisins með það að markmiði að stuðla enn frekar að stafrænum vexti og framþróun.


Helstu verkefni

  • Skilgreina og innleiða framsækna gagnastefnu í takt við markmið Bláa Lónsins, með áherslu á að skapa langtíma virði fyrir viðskiptavini og fyrirtækið.
  • Tryggja að gögn séu meðhöndluð á samræmdan máta, með hámarks gæðum og fullnægjandi öryggi til að styðja við stefnumótandi verkefni fyrirtækisins.
  • Virkja nýtingu gagna til að styðja við frekari sjálfvirknivæðingu og framúrskarandi innsýn í rekstrar- og viðskiptavinahegðun.
  • Efla gagnalæsi innan fyrirtækisins og skapa menningu þar sem gögn eru nýtt sem lykilauðlind í ákvarðanatöku og nýsköpun.
  • Vinna náið með stjórnendum, vöruteymum og hagaðilum innan og utan fyrirtækisins til að tryggja að gögn séu notuð á árangursríkan hátt í þjónustu- og rekstri.
  • Skilgreina framtíðarsýn, áætlun og forgangsröðun verkþátta fyrir gögn viðskiptavina, notendaaðganga og auðkenningarlausnir.

  • Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem tengist starfinu, til dæmis í viðskiptafræði, verkfræði, tölvunarfræði, eða gagnavísindum.
  • Reynsla af þróun gagnastefnu, hagnýtingu gagna og viðskiptagreind.
  • Reynsla í að keyra stafræna vegferð og gagnateymi er æskileg.
  • Reynsla af samstarfi þvert á skipulagseiningar ásamt þróun og hönnun stefnumótandi lykilmælikvarða.
  • Þekking á persónuvernd og regluverki (t.d. GDPR).

  • Í boði er starf á lifandi og skemmtilegum vinnustað sem býður upp á fjölbreyttar og krefjandi áskoranir. Einnig eru ýmis fríðindi í boði, eins og heilsuræktarstyrkur, þátttaka í einu öflugasta starfsmannafélagi landsins ásamt ýmsum öðrum fríðindum sem starfsfólki Bláa Lónsins bjóðast.

    Viðkomandi mun hafa starfsstöð í skrifstofuhúsnæði Bláa Lónsins í Urriðaholti í Garðabæ.


    Sækja um starf
    Upplýsingar fyrir umsækjendur

    Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar 2025

    Nánari upplýsingar um starfið veitir Jónatan Arnar Örlygsson, forstöðumaður á netfangið: jonatan.arnar.orlygsson@bluelagoon.is