Vörustjóri gagna

Bláa Lónið leitar að metnaðarfullum og reynslumiklum einstaklingi í hlutverk vörustjóra gagna til að leiða gagnateymi og gagnastefnu fyrirtækisins. Viðkomandi mun leiða gagnavegferð Bláa Lónsins og tryggja nýsköpun og þróun í gegnum gagnadrifna ákvarðanatöku, bera ábyrgð á gagnagæðum og tryggja að fyrirtækið hafi rétta gagnainnviði til að styðja við viðskiptamarkmið og framtíðarsýn fyrirtækisins. Viðkomandi mun spila lykilhlutverk í að samræma notkun gagna til að bjóða viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu sem skapar virði til framtíðar.
Starfið heyrir undir sviðið Digital & Data, þar starfar fjölbreyttur hópur fólks sem nýtur frelsis til nýsköpunar. Við leggjum áherslu á að þróa notendavænar lausnir með notkun nýjustu tæknilausna. Starfið felur í sér náið samstarf við aðrar deildir innan fyrirtækisins með það að markmiði að stuðla enn frekar að stafrænum vexti og framþróun.
Helstu verkefni
Hæfniskröfur
Í boði er starf á lifandi og skemmtilegum vinnustað sem býður upp á fjölbreyttar og krefjandi áskoranir. Einnig eru ýmis fríðindi í boði, eins og heilsuræktarstyrkur, þátttaka í einu öflugasta starfsmannafélagi landsins ásamt ýmsum öðrum fríðindum sem starfsfólki Bláa Lónsins bjóðast.
Viðkomandi mun hafa starfsstöð í skrifstofuhúsnæði Bláa Lónsins í Urriðaholti í Garðabæ.
Sækja um starf
Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar 2025
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jónatan Arnar Örlygsson, forstöðumaður á netfangið: jonatan.arnar.orlygsson@bluelagoon.is