Vörustjóri afgreiðslulausna
Hefur þú brennandi áhuga á verslunarháttum framtíðarinnar? Viltu taka þátt í að móta sjálfvirknivæðingu í verslunargeiranum og nútímavæða dagleg störf verslunarfólks?
Advania leitar að vörustjóra til að sjá um vöruframboð Advania á sviði vélbúnaðar fyrir verslunar og bankageirann.
Advania er leiðandi á sviði sjálfsafgreiðslulausna og sér um rekstur á hundruðum afgreiðslutækja í verslunum um allt land. Framundan eru stór og spennandi verkefni fyrir vörustjóra.
Sem vörustjóri munt þú
- Bera ábyrgð á þeim vélbúnaðarlausnum sem Advania hefur að bjóða fyrir verslunar og bankageirann
- Stjórna öllum innkaupum og bera ábyrgð á lagerhaldi
- Sjá um samskipti við erlenda og innlenda birgja Advania, á sviði afgreiðslulausna
- Taka þátt í sölustarfi og vinna þétt með viðskiptavinum
- Vinna þétt með hugbúnaðarteymum Advania að því að setja saman afgreiðslulausnir framtíðarinnar
Hæfniskröfur
- Reynsla af vörustýringu eða innkaupum er mikill kostur
- Mjög góð almenn tölvukunnátta, þekking á Dynamics NAV, Business Central eða svipuðum bókhaldskerfum er kostur
- Grunnskilningur á þróun hugbúnaðar og samþættingu hugbúnaðarlausna er mikill kostur
- Sjálfstæð vinnubrögð og færni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og aðlögunarhæfni
- Góð greiningarhæfni
- Reynsla úr smásöluumhverfi er kostur
- Menntun sem nýtist í starfi
Við hvetjum öll kyn til að sækja um hjá okkur.
Vinnustaðurinn Advania
Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi – bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.
Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með okkar kolefnisspori, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.
Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur. Gildi Advania eru snerpa, ástríða og hæfni.
Ráðið er í starfið þegar að réttur einstaklingur finnst og er því ekki um eiginlegan umsóknarfrest að ræða.
Ferli ráðninga
- Tekið á móti umsóknum
- Yfirferð umsókna
- Boðað í fyrstu viðtöl
- Boðað í seinni viðtöl
- Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
- Öflun umsagna / meðmæla
- Ákvörðun um ráðningu
- Öllum umsóknum svarað
Starfsfólk mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Daði Snær Skúlason, forstöðumaður, dadi.snaer.skulason@advania.is / 846-8790
Sækja um starf
Vörustjóri afgreiðslulausna