Vöruhús gagna-sérfræðingur
Vöruhúsasmiður óskast!
Íslandsbanki er á höttunum eftir metnaðarfullum og drífandi sérfræðingi á sviði vöruhúsa gagna til að taka þátt í skemmtilegum og krefjandi verkefnum hjá Hugbúnaðarlausnum bankans. Viðkomandi mun starfa með öflugum hópi hugbúnaðarsérfræðinga að hönnun og smíði vöruhúss gagna. Öll teymi deildarinnar starfa eftir Agile hugmyndafræðinni.
Helstu verkefni snúa að:
• Þarfagreiningu
• Greiningu grunngagna
• Hönnun og smíði gagnalíkana
• ETL-þróun
Við leggjum mikla áherslu á:
• Jákvæð og uppbyggjandi samskipti
• Teymisvinnu og stöðuga rýni
• Fagleg og sjálfstæð vinnubrögð
• Skipulagshæfni og framsýni
• Frumkvæði og kraft
Hæfniskröfur eru:
• Háskólapróf sem nýtist í starfi
• Þekking og reynsla við smíði vöruhúsa gagna er stór kostur
• Þekking af Oracle gagnagrunnum og ETL-tólum er kostur
• Hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
Nánari upplýsingar veitir Þórir Ólafsson, deildarstjóri, sími 844 4260, netfang: tho@islandsbanki.is
Tengiliður á mannauðssviði er Sigrún Ólafsdóttir, sími 440 4172, netfang: sigrun.olafs@islandsbanki.is
Umsóknir óskast fylltar út á www.islandsbanki.is (undir "Störf í boði") og sendar ásamt ítarlegri ferilsskrá fyrir 28.4.2014