Vörueigandi / Product Owner
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi í hlutverk vörueiganda sem brennur fyrir vöruþróun á stafrænum lausnum. Í þessu lykilhlutverki berð þú ábyrgð á að skilgreina virkni og stýra þróun á vörum sem viðskiptavinir okkar treysta á.
Starfið er á sviði vöru- og verkefnastýringar sem í dag stýrir m.a. Motus kröfuþjónustu, kröfukaupum og Pei fjármögnun.
Motus er á spennandi vegferð sem miðar að því að finna nýjar leiðir til að styrkja gæði kröfuþjónustu, svo hún verði ómissandi þáttur í vexti og viðgangi fyrirtækja á landinu öllu. Hlutverk Motus er að koma fjármagni á hreyfingu á hagkvæman, nútímalegan og aðgengilegan hátt. Við beitum til þess nýjustu tækni og sérþekkingu og leitum stöðugt hagkvæmustu lausna í þágu viðskiptavina og samfélags.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skapa kröfuþjónustulausnir sem hafa áhrif og stuðla að vexti fyrirtækisins til komandi ára
- Raungera verkefni til samræmis við vörusýn og markmið Motus
- Vinna með vörustjórum að forgangsröðun verkefna
- Aðstoða við greiningu á verkefnum, sem fer fram á vinnustofum, hönnunarsprettum, notendaviðtölum og innan hugbúnaðarteyma
- Samræma og stýra teymi sérfræðinga, UX hönnuði, hugbúnaðarsviði og öðrum hagaðilum við að skilgreina verkefni til vöruþróunar
- Meta og samþykkja niðurstöður vöruþróunar
- Koma með hugmyndir og tillögur að nýjum eiginleikum, umbótum og finna tækifæri til virðissköpunar
Hæfniskröfur
- Reynsla af því að leiða teymi og verkefni
- Þekking á sviði vöruþróunar á stafrænum lausnum
- Framúrskarandi hæfni í samskiptum og teymisvinnu
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Frumkvæði og þrautseigja
- Skipulögð og öguð vinnubrögð
Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember 2023
Frekari upplýsingar veitir Styrmir Kristjánsson forstöðumaður vöru- og verkefnastýringar í styrmir@motus.is.
Um Motus:
Motus er leiðandi fyrirtæki á sviði kröfuþjónustu. Hlutverk Motus er að stuðla að hreyfingu fjármagns með skilvirkni að leiðarljósi og við leitumst alltaf við að finna bestu leiðirnar í allri okkar starfsemi til að veita kröfuþjónustu framtíðarinnar.
Hjá Motus starfar fjölbreyttur hópur fólks sem leggur sig fram um að starfa af heilindum og fagmennsku. Jafnrétti, jákvæð samskipti og gagnkvæm virðing eru grundvöllur starfseminnar.
Við gætum fyllsta trúnaðar við vinnslu starfsumsókna og persónuupplýsinga.
Sækja um starf
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi í hlutverk vörueiganda sem brennur fyrir vöruþróun á stafrænum lausnum. Í þessu lykilhlutverki berð þú ábyrgð á að skilgreina virkni og stýra þróun á vörum sem viðskiptavinir okkar treysta á.