Vörueigandi (DPO) – Stafræn þróun og gagnastýring
Íslandsbanki leitar að öflugum vörueiganda inn í Stafræna þróun og gagnastýringu (Digital & Data).
Vörueigandi mun leiða þróun á sölu, þjónustu- og samskiptakerfum bankans (Customer Relationship Management og Customer Engagement) og sjálfvirknivæðingu þjónustuferla. Við leitum að aðila með þekkingu á sölu, þjónustu- og samskiptakerfum eins og CRM Dynamics, Genesys og Adobe.
Við myndum sterka liðsheild sem tekst á við krefjandi áskoranir og vinnum þétt með viðskiptaeiningum og öðrum hagsmunaaðilum, jafnt innan sem utan bankans. Við bjóðum upp á nútímalegt tækniumhverfi þar sem við leggjum áherslu á nýsköpun, gæði lausna og sjálfvirknivæðingu ferla.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ber ábyrgð á vöruleiðarvísi, stefnu og framtíðarsýn fyrir CRM, Genesys og Adobe, í samstarfi við hagaðila og viðskiptaeiningar.
- Náið samstarf með öðrum þróunarteymum, notendum og hagsmunaaðilum við að forgangsraða kröfum, leiða greiningarvinnu og þarfagreiningar til að tryggja að CRM, samskipta- og þjónustuferlar, kerfi og gögn uppfylli þarfir viðskiptavina og ýmissa deilda bankans.
- Fylgjast náið með nýjungum á markaði í gagnadrifinni og persónulegri sölu og þjónustu
- Vinna náið með og leiða hugbúnaðarþróunarteymi.
- Halda reglulega fundi með hagsmunaaðilum til að miðla verkefnastöðu, safna viðbrögðum og stjórna væntingum.
Hæfniskröfur
- Háskólagráða í upplýsingatækni, tölvunarfræði, viðskiptafræði eða öðrum sviðum sem umsækjandi telur hæfa.
- Reynsla og þekking á CRM kerfi, þekking á Microsoft umhverfinu, Power Platform og Power Apps.
- Þekking á Genesys sím- og netspjalls kerfi eða sambærilegum kerfum.
- Þekking á Adobe Experience Cloud eða sambærilegum kerfum, er kostur.
- Metnaður og skipulagshæfni til að hafa yfirsýn og umsjón með verkefnum ásamt þekkingu á Agile og Scrum aðferðafræði.
- Gagnadrifið hugarfar og reynsla af því að vinna með gögn og greiningar, reynsla af SQL, og Power BI er kostur.
- Góð enskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli.
- Lipurð í mannlegum samskiptum, frumkvæði og drifkraftur.
- Reynsla sem vörueigandi eða svipað hlutverk í starfrænni þróun, helst innan fjármálaþjónustugeirans er kostur.
Nánari upplýsingar:
Nánari upplýsingar veitir Gyða Einarsdóttir gyda.einarsdottir@islandsbanki.is og Guðlaugur Örn Hauksson, ráðningarstjóri, gudlaugur.orn.hauksson@islandsbanki.is.
Hjá Íslandsbanka starfa um 700 manns sem hafa ástríðu fyrir árangri og vinna að lausnum fyrir viðskiptavini með fagmennsku að leiðarljósi. Við leggjum áherslu á að skapa virði til framtíðar með traustum rekstri og framúrskarandi þjónustu
Sækja um starf
Nánari upplýsingar veitir Gyða Einarsdóttir gyda.einarsdottir@islandsbanki.is og Guðlaugur Örn Hauksson, ráðningarstjóri, gudlaugur.orn.hauksson@islandsbanki.is.