Cloud Engineer
Við leitum nú að viðbót við upplýsingatækniteymið okkar vegna fyrirhugaðra verkefna í skýjainnleiðingu WOW air og fleiri spennandi verkefna. Um krefjandi og áhugavert starf er að ræða og leitum við að einstaklingi sem getur haft mörg járn í eldinum á sama tíma.
HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐARSVIÐ:
- Rekstur miðlara í skýjaumhverfi (AWS og vCloud)
- Rekstur gagnagrunna í skýjaumhverfi (AWS og vCloud)
- Afritun miðlara og gagnagrunna
- Uppfærsla miðlara og gagnagrunna
- Upplýsingaöryggi og varnir gegnum ógnum á netinu
- Almennur rekstur í upplýsingatækni
HÆFNI, ÞEKKING OG REYNSLA SEM STARFIÐ KREFST:
- B.S. í verkfræði eða tölvunarfræði eða umfangsmikil starfsreynsla á sviðinu
- Reynsla af kerfisstjórnun sýndarumhverfa (t.d. VMware, HyperV eða XEN/KVM)
- Reynsla af rekstri netkerfa, gagnagrunna og notkun afritunarlausna
- Reynsla af öryggismálum í upplýsingatækni
- Haldgóð þekking á skýjaumhverfum (s.s. AWS, Azure eða Google Cloud)
- Þekking á Windows Server og Linux stýrikerfum
- Þekking á MS SQL, MySQL og PostgreSQL gagnagrunnum er kostur
- Þekking á afritunarkerfum á borð við Veeam er æskileg
- Þekking á Active Directory, DNS og DHCP
- Afburða samskiptahæfni
- Hæfni að geta verið með mörg járn í eldinum á sama tíma
Sækja um starf
AÐRAR UPPLÝSINGAR
WOW air er brosmilt lággjaldaflugfélag með það að markmiði að bjóða ávallt upp á lægstu fargjöldin til og frá Íslandi. Flugfélagið hefur vaxið mjög ört á skömmum tíma og við hlökkum til að efla samkeppni í flugi enn frekar á komandi árum með nýjum og spennandi áfangastöðum. Við leggjum mikið upp úr því að hafa gaman af því sem við erum að gera, bæði á skrifstofunni og gagnvart gestum okkar. Hjá okkur starfa nú um 650 hörkuduglegir starfsmenn.
NÁNARI UPPLÝSINGAR
Frekari fyrirspurnir um störfin má senda á starf@wow.is.
Umsóknarfrestur til og með 30. janúar 2017