Viltu vaxa með Alvogen?
Viltu vaxa með Alvogen?
Alvogen leitar að öflugum vefstjóra sem hefur brennandi áhuga á að starfa í alþjóðlegu umhverfi hjá fyrirtæki í örum vexti.
Meðal verkefna vefstjóra er stýring og dagleg umsjón á innri vef samstæðunnar, sem meðal annars felur í sér skrif á fréttum og mótun á efni vefsins í samstarfi við skrifstofur fyrirtækisins um allan heim.
Vefstjóri mun starfa hjá alþjóðlegu Markaðs- og samskiptasviði Alvogen og taka þátt í mótun og þróun á um 60 vefjum fyrirtækisins. Við leitum að skapandi og skemmtilegum liðsmanni með gott frumkvæði sem vill vinna hjá fyrirtæki í fremstu röð.
Menntunar og hæfniskröfur
• Mikil og góð reynsla í rekstri og umsjón vefja
• Mjög góð enskukunnátta og færni í rituðu máli
• Þekking og reynsla af Sharepoint er mikill kostur
• Geta leitt og haldið utan um verkefni í samstarfi við markaði
• Þekking á html forritun og myndvinnslu
• Góð færni í mannlegum samskiptum
Sækja um starf
Umsóknarfrestur er til 3.mars 2017 og sótt er um starfið á alvogen.is. Nánari upplýsingar veitir Halldór Kristmannson (halldor@alvogen.com).