Viltu þróa Kass með okkur?
Hjá Memento erum við að móta framtíðina í fjármálaþjónustu með því að þróa vörur sem fólk kann virkilega að meta. Við viljum vera leiðandi í fjármálatækni á alþjóðlegum mælikvarða og leitumst eftir því skapa óaðfinnanlega notendaupplifun þegar meðhöndla á rafrænt reiðufé.
Mörg spennandi verkefni eru í pípunum hjá fyrirtækinu og má þar einna helst nefna greiðsluappið Kass í samstarfi við Íslandsbanka. Mikið þróunarstarf á sér einnig stað á bakvið tjöldin og hefur fyrirtækið hlotið styrk frá Tækniþróunarsjóði til þess. Fyrirtækið stefnir á alþjóðlega markaði á árinu.
Við erum lítið teymi sem stefnir á að stækka jafnt og þétt á næstu misserum. Við leitum að einstaklingum sem hafa ástríðu fyrir nýjum og skapandi lausnum og metnað til að skara fram úr. Við bjóðum upp á ungan og spennandi vinnustað þar sem m.a. hollir drykkir, gæða snarl og ilmandi kaffi setur tóninn fyrir daginn enda viljum við skapa fyrsta flokks umhverfi fyrir okkur til að takast á við krefjandi verkefni á hverjum degi!
Við leitum að fólki m.a. í eftirfarandi stöður:
Android forritari
Við leitum að hæfileikaríkum Android forritara til að ganga til liðs við sterkt hugbúnaðarteymi, hjálpa okkur „að besta” núverandi upplifun og aðstoða okkur að þróa nýja fídusa.
Það sem við leitum að:
-
Menntun á sviði tölvunarfræði eða sambærilegu og/eða umfangsmikil starfsreynsla sem sannar getu til að framkvæma.
-
Reynsla af teymisvinnu.
-
Samskiptahæfileikar.
-
Umfangsmikil reynsla í Java og skilningur á Android SDK
-
Auga fyrir hönnun og metnaður til að ná ákkúrat réttu animation-i.
-
Startup-mindset, frumkvæði, sveigjanleiki og ástríða.
iOS Forritari
Við leitum að hæfileikaríkum iOS forritara til að ganga til liðs við sterkt hugbúnaðarteymi, hjálpa okkur „að besta” núverandi upplifun og aðstoða okkur að þróa nýja fídusa.
Það sem við leitum að:
-
Menntun á sviði tölvunarfræði eða sambærilegu og/eða umfangsmikil starfsreynsla sem sannar getu til að framkvæma.
-
Reynsla af teymisvinnu.
-
Samskiptahæfileikar.
-
Umfangsmikil reynsla af Objective-C og Swift.
-
Auga fyrir hönnun og metnaður til að ná ákkúrat réttu animation-i.
-
Startup-mindset, frumkvæði, sveigjanleiki og ástríða.
Bakendaforritari
Við leitum að aðila í bakendaþróun. Réttur aðili þarf að hafa reynslu eða áhuga á að vinna með Go og Ruby. Kostur ef viðkomandi hefur reynslu af forritun á fjármálakerfum eða sambærilegu og hefur gott vit á öryggismálum. Við leggjum mikla áherslu á að viðkomandi hafi „startup-mindset”, sýni frumkvæði í öllum aðgerðum og vilja til að móta framtíðina. Hér er um lykilstöðu að ræða og réttur aðili getur haft umtalsverð áhrif á stefnu fyrirtækisins og allan tækni-strúktúr.
UI/UX hönnuður
Við leitum að hönnuði með víðtæka þekkingu í User Experience hönnun eða upplifunarhönnun. Viðkomandi þarf að hafa gott vald á Photoshop og Illustrator eða Sketch eða sambærilegu forriti. Gott væri ef viðkomandi hefði reynslu af notandaprófunum, prótótýpugerð og öðru er viðkemur að þróa vöru.
Tester / QA
Leitum að aðila til að aðstoða okkur að koma upp sjálfvirku prófunarumhverfi og vinna að gæðamálum heildstætt og til framtíðar. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af því að setja upp gæðakerfi og prófunarferli fyrir öpp eða sambærilegar vörur sem gefnar eru út fyrir stóra markaði og kröfuharðan markhóp.
Sérðu ekki þitt hlutverk hér en grunar að okkur vanti þig í teymið? Sendu okkur línu, útskýrðu málið og við munum hafa samband.
Sækja um starf
Við hvetjum einstaklinga af báðum kynjum og á öllum aldri til að vera í bandi ef áhuginn er til staðar. Ferilskrá og kynningarbréf skal þá sendast á info@swayapp.is.