Viðskipta- og ferlagreinandi stafrænna lausna

Bláa Lónið 20. Feb 2025 Fullt starf

Bláa Lónið leitar að framtaksömum, greiningarglöggum og skipulögðum ferlagreinanda til að ganga til liðs við Digital Solutions & Data hjá Bláa Lóninu.

Starfið felst í að leiða greiningar og stuðla að samstarfi milli vöru- og söluteyma til að auka rekstrarhagkvæmni, greina vaxtartækifæri og ferlaumbætur. Í þessu lykilhlutverki munt þú starfa náið með öðrum deildum fyrirtækisins til að knýja fram stöðugar umbætur fyrir notendur og styðja við markmið fyrirtækisins.

Starfið heyrir undir sviðið Digital & Data, þar starfar fjölbreyttur hópur fólks sem nýtur frelsis til nýsköpunar. Við leggjum áherslu á að þróa notendavænar lausnir með notkun nýjustu tæknilausna. Starfið felur í sér náið samstarf við aðrar deildir innan fyrirtækisins með það að markmiði að stuðla enn frekar að stafrænum vexti og framþróun.


Helstu verkefni

  • Leiða greiningar og skjölun á núverandi viðskiptaferlum.
  • Vinna með þverfaglegum teymum við að safna gögnum og til að greina tækifæri til vaxtar/umbóta.
  • Greina rót vandamála í ferlum eða kerfum byggt á gagnagreiningu og endurgjöf notenda.
  • Vinna með teymum þvert á fyrirtækið að greina markaðstækifæri.
  • Þróa ítarleg gögn sem varpa ljósi á tækifæri til umbóta og veita yfirsýn fyrir lykilferla.
  • Leggja til raunhæfar lausnir til að besta ferla, auka sölu tengt stafrænum lausnum og ánægju notenda.

Hæfniskröfur

  • Framúrskarandi samskipta- og leiðtogahæfni, með áherslu á samstarf við aðrar deildir, skýra ákvarðanatöku og stjórnun verkefna.
  • Reynsla af viðskiptagreiningu, ferlagreiningu eða skyldum sviðum.
  • Sterk greiningar- og lausnarmiðuð hugsun.
  • Góður skilningur á stafrænum ferlum og hæfni til að miðla upplýsingum á milli þverfaglegra teyma.
  • Frumkvæði og stefnumiðuð hugsun og reynsla í að leiða umbætur tengt stafrænum ferlum í takt við markmið fyrirtækisins.
  • Áhuga á góðri notendaupplifun, hönnun ferla og metnað fyrir að gera góða hluti enn betri


Í boði er starf á lifandi og skemmtilegum vinnustað sem býður upp á fjölbreyttar og krefjandi áskoranir. Einnig eru ýmis fríðindi í boði, eins og heilsuræktarstyrkur, þátttaka í einu öflugasta starfsmannafélagi landsins ásamt ýmsum öðrum fríðindum sem starfsfólki Bláa Lónsins bjóðast.

Viðkomandi mun hafa starfsstöð í skrifstofuhúsnæði Bláa Lónsins í Urriðaholti í Garðabæ.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með 6. mars 2025

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir forstöðumaður á netfangið: ingibjorg.rafnar.petursdottir@bluelagoon.is