Viðmótshönnuður
Jökulá hönnunarstofa leitar að lausnamiðuðum viðmótshönnuði sem getur unnið sjálfstætt sem og í teymi.
Viðmótshönnuður hjá Jökulá vinnur náið með öðrum innan teymisins ásamt því að vinna náið með utanaðkomandi hugbúnaðarfyrirtækjum jafnt og innri deildum stærri fyrirtækja.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vefhönnun, viðmótshönnun og hönnun á öðrum stafrænum afurðum
- Uppsetning á frumgerðum (e. prototype)
- Gæðaeftirlit (e. QA) á forrituðum afurðum
- Samskipti við viðskiptavini
- Þátttaka í vinnustofum og fundum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Lágmark 2-4 ára reynsla á sviði hönnunar. Reynsla af viðmótshönnun er ekki krafa en nauðsynlegt að viðkomandi hafi getu og vilja til þess að hanna í því umhverfi
- Góð kunnátta á forritið Figma
- Reynsla af teymisvinnu
- Mikill kostur ef að viðkomandi hafi þekkingu á hreyfimyndahönnun og þekki tól eins og After effects, Principle eða Protopie, en ekki skilyrði
- Mikill kostur ef að viðkomandi hafi þekkingu á Adobe forritum eins og Photoshop eða Illustrator, en ekki skilyrði
- Hjá Jökulá trúum við því að menntun sé ekki það sem gerir manneskju góða í sínu fagi heldur viljinn til þess að læra nýja hluti hvort sem það er í gegnum skóla, internetið eða af næsta manni. Því leggjum við enga sérstaka áherslu á að fólk sé með viðeigandi menntun
- Ferilskrá.
- Portfólíu af fyrri verkum hvort sem um er að ræða skjal, vefsíðu eða hlekk á fyrri verk. Við leggjum sérstaka áherslu á að fólk sé með uppfærð verkefni og leggi áherslu á það sem það vill sýna okkur, þar sem við skoðum þetta fyrst og fremst.
- Við leggjum enga sérstaka áherslu á að fólk sendi okkur kynningarbréf, en þau eru velkomin samt sem áður.
Hvað þurfum við?
Hver erum við?
Jökulá er 10 manna hönnunarstofa sem var stofnuð árið 2015 og hefur vaxið og dafnað síðan. Við erum með starfsmenn á nánast öllum sviðum hönnunar s.s. grafískan hönnuð, hreyfimyndahönnuð, sérfræðinga í notendaupplifun, textagerðarfólk og markaðsfræðinga. Við leggjum mikla áherslu á notendamiðaða hönnun.
Við bjóðum alla velkomna til Jökulá, hver sem þú ert og hvaðan sem þú kemur. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að sækja um.
Umsóknarfrestur til og með 10 október
Sækja um starf
Allar umsóknir með ferilskrá og portfólíu sendast á storf@jokula.is