Viðmótshönnuður

Sendiráðið 6. Jan 2020 Fullt starf

Við hjá Sendiráðinu viljum bæta við okkur metnaðarfullum og skemmtilegum viðmótshönnuð sem vill vinna hjá framsæknu fyrirtæki í fjölbreyttum og spennandi verkefnum.

Umsækjendur þurfa að vera vel kunnugir nýjustu tækni og vinna vel í hóp þar sem mikil áhersla er lögð á teymisvinnu hjá okkur í Sendiráðinu.

Við erum að leitast við að bæta við metnaðarfullum hönnuði í hönnunarteymi Sendiráðisns. Viðkomandi sem getur skapað stafrænar lausnir fyrir okkar samstarfsaðila, hann þarf að hafa djúpa þekkingu á notendaupplifun og metnað til þess að skapa lausnir sem að skara framúr.

Sendiráðið er hugbúnaðarstofa upp á Höfðabakka sem er troðfull af sköpunarkrafti og skemmtilegu fólki sem samanstendur af hönnuðum, forriturum og ráðgjöfum sem hafa alhliða þekkingu á hugbúnaðarþróun og starfrænum verkefnum.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Vinsamlegast sendið umsóknir fyrir 1 febrúar á orri@sendiradid.is