Viðmótsgóður viðmótsforritari

Tækniskólinn / Vefskólinn 28. Mar 2018 Fullt starf

Vefskólinn leitar að sérfræðingi í viðmótsforritun. Fullt starf og hlutastarf leiðbeinanda/kennara er í boði.

Frábært tækifæri til þess að deila reynslu og þekkingu með áhugasömum nemendum í skemmtilegu og skapandi vinnuumhverfi.

Starfssvið

  • Kennsla í HTML, CSS og JavaScript

  • Skipulag á kennslu í samstarfi við Tækniskólann

  • Skipulagning á námsefni og yfirferð á verkefnum

Hæfniskröfur

  • Víðtæk þekking í viðmótsforritun

  • Framúrskarandi færni í að búa til skalanlegt viðmót með HTML og CSS

  • Þekking á: SASS, Git, CSS3, CSS Grid Layout, HTML5

  • Þekking á eftirfarandi er mikill kostur: Agile-aðferðafræði, React, Gagnagrunnar, PHP, Node.js.

  • Gott vald á JavaScript

  • Nám í tölvunarfræði, vefforritun eða öðru sambærilegu námi er kostur

  • Hæfni í mannlegum samskiptum og skipulagshæfni

  • Áhuga og metnaður að þróa framúrskarandi nám í vefþróun

  • Gott auga fyrir útliti og viðmóti (responsive web design)

Vefskólinn er hluti af Tækniskólanum og eru starfsstöðvar skólans við Háteigsveg. Nám við skólann hófst haustið 2015. Vefskólinn býður upp á sérhæfða námsleið í vefþróun með áherslu á viðmótsforritun, að loknu stúdentsprófi. Námsleiðin er sérsniðin að þörfum atvinnulífsins og hefur fjöldi fyrirtækja í vefiðnaði tekið þátt í því að þróa námið og kenna nemendum Vefskólans. Rík áhersla á fjölbreytt verkefni í nánu samstarfi við atvinnulífið og nýsköpun á sviði veflausna.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Vinsamlegast sendið umsókn á jao@tskoli.is. Fullum trúnaði heitið. Nánari upplýsingar um störfin veitir Jónatan Arnar Örlygsson í síma 8203236 eða með tölvupósti á jao@tskoli.is