Viðmóts/framendaforritari
RÚV er fjölmiðill í almannaþágu sem byggir grunn sinn ekki síst á öflugum hugbúnaði. RÚV.is er sívaxandi vefur, byggður á Drupal, og síaukinn kraftur færist í framleiðslu efnis fyrir vef. Innviðir sjónvarps og útvarps byggja jafnframt á hugbúnaðarkeðju sem krefst sífelldrar þróunar.
Við leitum að metnaðarfullum og sjálfstæðum liðsmönnum í hugbúnaðarþróunarteymið sem geta bæði unnið náið í litlum hópi og borið ábyrgð á stórum verkefnum einir. Við höfum mikið samstarf við frétta- og dagskrárgerðarmenn RÚV og því er lipurleiki í mannlegum samskiptum afar mikilvægur. Frumkvæði, jákvæðni og hugmyndaauðgi eru nauðsynlegir eiginleikar.
Framendaforritari – viðmótssérfræðingur
Ef þú…
- hefur a.m.k. þriggja ára reynslu af viðmótsvinnslu,
- hefur menntun sem nýtist í starfi,
- hefur gott vald á forritun fyrir framenda (HTML, CSS og JS),
- ert fljót/ur að tileinka þér nýjungar í faginu, t.d. möguleika HTML5, CSS3, notkun JQUERY, AngularJS o.fl.,
- þrífst í síbreytilegu og krefjandi starfsumhverfi,
- ert lausnamiðuð/-aður og jákvæð/-ur,
- hefur brennandi áhuga á miðlun á borð við gagnafréttamennsku (data journalism) og möguleikum snjalltækja,
- getur bæði unnið með hönnuði við að útfæra vefviðmót en jafnframt haft frumkvæði og tekið hönnunina í þínar hendur ef þarf,
- brennur fyrir miðlun og því hvernig viðmótið skiptir öllu þegar kemur að því að láta vefefni njóta sín,
- ert spennt/-ur fyrir því að taka þátt í að leiða langstærsta fjölmiðil landsins til framtíðar
.. þá erum við að leita að þér.
RÚV.is er settur upp í Drupal 7. Vefurinn keyrir á PHP 5 og MySql 5 gagnagrunni á Apache vefþjóni. Fyrir hljóð og mynd er notast við Mp3 og Mp4 skráaform. Þekking á vinnu í Photoshop, Flash og Flash Media Encoder er kostur. Innan deildarinnar vinnur hver og einn á þeim hugbúnaði sem honum þykir henta fyrir sína forritun en fyrir útgáfustýringar notum við Git og í einhverjum tilfellum SVN.
RÚV er almannaþjónusta – fjölmiðill í eigu almennings. Á RÚV.is er fréttaþjónusta allan sólarhringinn árið um kring. Þar er hægt að horfa á beina útsendingu sjónvarps, hlusta á útvarp og horfa á yfir 400 upptökur í viku hverri af efni sem þú gætir hafa misst af í sjónvarpinu. Dagskrá útvarpsrásanna spannar allan sólarhringinn. Okkar verki lýkur aldrei. Þorirðu?
Við leggjum áherslu á að endurspegla samfélagið sem við búum í og þess vegna hvetjum við konur jafnt sem karla til að sækja um.
Umsóknarfrestur er til 13. september n.k.
Umsækjendur þyrftu að geta hafið störf fljótlega upp úr 1. október n.k.
Sækja um starf
Nánari upplýsingar veitir Ingólfur Bjarni Sigfússon nýmiðlastjóri í síma 515-3000 eða tölvupósti ingolfur.bjarni.sigfusson@ruv.is.
Umsækjendur eru beðnir um að nota umsóknarform á www.ruv.is/laus-storf. Með umsókn fylgi dæmi um vefsíður, kóða eða önnur verk sem umsækjandi telur sýna styrk og færni.