Viðmótsforritari

Kaktus Kreatives 29. Apr 2020 Fullt starf

SUMARSTARF

Kaktus Kreatives leitar að lausnamiðuðum forritara sem er tilbúinn að takast á við nýjar áskoranir. Rétti aðilinn kæmi til með að vinna með samstarfsaðilum okkar, auk þess að taka virkan þátt í hugmyndavinnu og þróun á nýjum stafrænum lausnum.

Kaktus er nýtt og framsækið fyrirtæki sem kemur að stafrænni þróun. Þar sem samvinna, góð samskipti og starfsandi eru höfð að leiðarljósi. Það sem skiptir okkur höfuðmáli er ánægja starfsfólks sem og samstarfsaðila okkar.

Um er að ræða sumarstarf með möguleika á áframhaldandi starfi.

Helstu verkefni

  • Þróun og viðhald á stafrænum lausnum Kaktus Kreatives

  • Þjónusta við samstarfsaðila

  • Þátttaka í hugmyndavinnu og sköpun nýrra lausna

Hæfniskröfur

  • Góður skilningur á HTML, CSS og Javascript

  • Þekking og/eða áhugi á Typescript, PHP, React/Vue er kostur

  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

  • Færni í Mario Kart eða Bomberman er plús

Umsóknarfrestur er til og með 8. maí nk.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Áhugasamir sendi ferilskrá, kynningarbréf og hvaðeina sem fær umsóknina til að standa upp úr á job@kaktus.is. Fyllsta trúnaði er heitið og verður umsókn og fylgigögnum eytt að úrvinnslu lokinni.