Viðmótsforritari

Skapalón – Vefstofa 11. Aug 2016 Fullt starf

Sem Viðmótsforritari hjá Skapalón vinnur þú náið með vefhönnuðum og bakenda-forriturum í teymum við viðmótsforritun vefsíðna og veflausna. Hjá Skapalón fær fólk tækifæri til að virkja hæfileika sína og bera ábyrgð á þeim verkþáttum sem unnið er við.

Við leitum að fólki með reynslu sem vill starfa með framúrskarandi fólki við krefjandi og fjölbreytt verkefni.

Mikilvægt er að hafa gott vald á:

  • HTML5
  • CSS3 og JavaScript
  • Þekking á Gulp, jQuery, Backbone, Less, Sass er kostur
  • Gott auga fyrir hönnun og brennandi áhugi fyrir viðmótsforritun gefur aukastig
  • Við höfum svo mikinn áhuga á nýjungum sem þú gætir haft fram að færa

Við bjóðum…

  • gott starfsumhverfi
  • hæfileikaríkt samstarfsfólk
  • sjálfstæði í starfi
  • hvetjandi starfsumhverfi
  • frábæra viðskiptavini
  • krefjandi verkefni
  • tækifæri til að skara framúr

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Vinsamlegast sendið umsóknir með upplýsingum um nám, starfsreynslu og verkefni sem þú hefur komið að á sos@skapalon.is, því fyrr því betra : ) Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.