Viðmótsforritari
Við leitum að aðila með áhuga og ástríðu fyrir framþróun viðskiptavina Skapalón á vefnum.
Sem Viðmótsforritari hjá Skapalón vinnur þú náið með vefhönnuðum og bakenda-forriturum í teymum við viðmótsforritun vefsíðna og veflausna. Hjá Skapalón fær fólk tækifæri til að virkja hæfileika sína og bera ábyrgð á þeim verkþáttum sem unnið er við.
Við leitum að fólki með reynslu sem vill starfa með framúrskarandi fólki við krefjandi og fjölbreytt verkefni.
Mikilvægt er að hafa gott vald á:
- HTML5
- CSS3 og JavaScript
- Þekking á Gulp, jQuery, Backbone, Less, Sass er kostur
- Gott auga fyrir hönnun og brennandi áhugi fyrir viðmótsforritun gefur aukastig
- Við höfum svo mikinn áhuga á nýjungum sem þú gætir haft fram að færa
Hæfniskröfur:
- Lágmark 3 ára reynsla við viðmótsforritun
- Sjálfstæð vinnubrögð
Við bjóðum:
- Gott starfsumhverfi með hæfileikaríku starfsfólki
- Gott og skýrt verklag
- Fjölbreytt og krefjandi verkefni með mörgum af fremstu fyrirtækjum landsins
- Tækifæri til að skara fram úr
- Óþvingað, óformlegt, en faglegt vinnuumhverfi
- Starfsmannaferðir sem eiga engar sínar líkar (væri gaman að fá þig með í sólina í maí)
Sækja um starf
Til að sækja um eða fá frekari upplýsingar sendu þá póst á Sævar framkvæmdastjóra með “Subject” “Viðmótsforritari” á sos@skapalon.is með ferilskrá.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum verður svarað. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar 2017. Við mælum þó með að þú sendir umsókn þína eða spurningar sem fyrst þar sem gengið verður frá ráðningu fljótlega.
Takk takk
SOS