Viðskiptastjóri

Búngaló 26. Mar 2014 Fullt starf

Búngaló óskar eftir viðskiptastjóra til að starfa með teymi okkar hér á Íslandi. Mikilvægt er að viðkomandi sé viðkunnalegur með frábæra samskiptahæfileika og góða tæknikunnáttu. Reynsla í sölu er skilyrði. Einnig er mikilvægt að viðkomandi hafi góð tök á bæði íslensku og ensku, bæði í töluðu og rituðu máli.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Áhugasamir eru beðnir um að senda okkur ferilskrá sína (mest 1 blaðsíða) auk kynningarbréfs þar sem viðkomandi segir frá hvað hann/hún gerði í síðasta sumarfríi sínu með tölvupósti á haukur@bungalo.com