Viðskiptagreinir í Dreifileiðalausnir – Senior Business Analyst

Íslandsbanki 1. Nov 2014 Fullt starf

Íslandsbanki leitar eftir öflugum aðila til starfa sem viðskiptagreinir (Senior Business Analyst). Dreifileiðalausnir er ný deild innan Hugbúnaðarlausna sem er ábyrg fyrir þróun Netbankans, innri og ytri vefja og snjalllausna (apps). Viðskiptagreinir hefur yfirgripsmikla þekkingu á vörum bankans og vinnur náið með viðskiptaeiningum bankans við greiningu viðskiptafæra. Hann gegnir jafnframt lykilhlutverki í þekkingar­yfirfærslu til tækniteyma og í því að tryggja viðskiptalega hagsmuni verkefna.

Helstu verkefni:
• Lykilaðili dreifileiðalausna varðandi viðskiptalega greiningu og þróun
• Situr í breytingaráði með starfsmönnum viðskiptaeininga
• Þátttakandi í tæknilegri stefnumótun og útfærslu lausna

Þekking og reynsla:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. verkfræði, tölvunarfræði eða viðskiptafræði
• Framúrskarandi greiningarhæfni
• Víðtæk þekking á vöruþróun á sviði snjall- og veflausna
• Framúrskarandi samskiptahæfileikar
• Þekking og reynsla af Agile aðferðarfræði
• Reynsla af verkefnastjórnun æskileg
• Reynsla af starfi hjá fjármálafyrirtæki æskileg


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar veitir Pétur Sigurðsson, petur.sigurdsson@islandsbanki.is, sími 844 4243. Tengiliður á Mannauðssviði er Ásta Sigríður Skúladóttir, asta.sigridur.skuladottir@islandsbanki.is, sími 440-4186. Umsóknir óskast fylltar út á www.islandsbanki.is og sendar ásamt ítarlegri ferilskrá. Umsóknarfrestur er til og með 9. nóvember nk.

Við bjóðum góða þjónustu. Hjá Íslandsbanka starfa um 1000 starfsmenn. Við sækjumst eftir starfsfólki sem er jákvætt, faglegt og framsýnt og leitar ávallt bestu lausna fyrir viðskiptavini bankans. Framtíðarsýn Íslandsbanka er að vera númer eitt í þjónustu.