Viðmótsforritari / CSS
Cyan Veflausnir leitar að viðmótsþýðum viðmótsforritara!
Hjá Cyan færðu tækifæri til að láta ljós þitt skína í forritun og þróun á nýjum og spennandi veflausnum.
Starfið felur í sér viðmótsforritun og náið samstarf við vefhönnuði, bakendaforritara og þjónustuborð. Starfið felur í sér þróun á margbreytilegum vörum og áframhaldandi mótun á spennandi og líflegu fyrirtæki.
Við leitum að fólki sem býr yfir:
– Krafti og frumkvæði í starfi
– Öguðum og sjálfstæðum vinnubröðgum
– Lífsgleði og léttri lund
Miilvægt er að hafa mjög gott vald á:
– HTML / HTML5
– CSS
– Javascript
– Vafrasamhæfingu – Cross-Browser compatability
– Photoshop og Illustrator
– Javascript frameworks (jQuery)
– Version control kunnátta góður kostur (SVN, GIT)
– Gott auga þegar kemur að hönnun er alltaf góður kostur
Cyan er fyrirtæki sem þjónustar áreiðanlegar og notendavænar veflausnir. Fyrirtækið býr yfir gríðarlegri þekkingu á vefmálum og á sér langa og farsæla sögu. Nýlega gekk fyrirtækið í gegn um mikla endurnýjun og er á fullri siglingu inn í nýja tíma.
Við erum staðsett í Kaaber húsinu við Guðrúnartún umlukin skapandi fyrirtækjum og kraftmiklu fólki sem starfar við markaðssetningu og alla mögulega miðla.
Áhugasamir sendi umsóknir á vinna@cyan.is með starfsferilsskrá.