Viðmótsforritari

Hugsmiðjan 5. Feb 2013 Fullt starf

Vegna vinsælda þurfum við að ráða virkilega snjallan viðmótsforritara.

Ef þig langar að sækja um væri æskilegt að

  • kunna góð skil á HTML, CSS/CSS3/LESS, Javascript (m.a. jQuery),
  • hafa áhuga á mobile-lausnum og responsive (snjallri) hönnun/vefun, og næmt auga fyrir smáatriðum og góðu notendaviðmóti (usability).
  • eins væri almenn þekking þín á vefforritun og öðrum vefstöðlum er augljóslega stór kostur 🙂

Hjá Hugsmiðjunni starfa í dag 30 starfsmenn sem sinna smíði og viðhaldi margra af skemmtilegustu vefsvæðum landsins.

Við leggjum okkur fram um að vera fyrsta flokks vinnustaður og laða að okkur framúrskarandi starfsfólk.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Áhugasamir eru beðnir um að senda ferilskrá til Ragnheiðar H. Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra, ragnheidur@hugsmidjan.is