Viðmótsforritari

Controlant 12. Jan 2015 Fullt starf

Controlant er íslenskt hátæknifyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í rauntímavöktun verðmæta. Lausnir fyrirtækisins byggja á þráðlausri tækni, hugbúnaðarlausnum og miðlægu gagnagrunnskerfi sem fyrirtækið hefur þróað á undanförnum árum. Lausnir fyrirtækisins eru í stöðugri sókn á lyfja- og matvælamörkuðum um allan heim. Vegna aukinna umsvifa þurfum við að bæta við liðsmönnum við teymið okkar.

Um er að ræða spennandi framtíðarstarf þar sem viðkomandi einstaklingur mun takast á við krefjandi verkefni við þróun á vefkerfum fyrirtækisins. Ásamt því mun viðkomandi koma með virkum hætti að því að móta stefnu fyrirtækisins í vef- og snjallsímamálum til framtíðar. Mikill kostur er að viðkomandi hafi brennandi áhuga á viðfangsefninu og sé virkur í að fylgjast með nýjungum á þessu sviði.

Helstu kröfur:
• Háskólapróf í tölvunarfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
• Yfirgripsmikil þekking og reynsla af vefforritun
• Þekking og reynsla af ASP.NET MVC
• Þekking og reynsla af Javascript og AngularJs
• Þekking á helstu nýjungum í vef- og viðmótshugbúnaði
• Reynsla af snjallsímaforritun er kostur
• Reynsla af vefþjónustuforritun er kostur
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Góð enskukunnátta
• Sjálfstæð vinnubrögð


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á job@controlant.com fyrir 24. janúar 2015.