Verkefnisstjóri samfélagsmiðla Inspired by Iceland
Íslandsstofa leitar að einstaklingi með þekkingu og reynslu af stjórn samfélagsmiðlaverkefna til að sjá um samfélagsmiðla Inspired by Iceland. Starfið er á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina.
Ábyrgð og helstu verkefni
- Umsjón og rekstur samfélagsmiðla Inspired by Iceland
- Gerð efnis fyrir samfélagsmiðla og vefsíður
- Greining, áætlanagerð og árangursmælingar
- Samskipti og samningagerð við verktaka
Kröfur um menntun og hæfni
- Menntun og reynsla sem nýtist í starfinu
- Þekking á notkun samfélagsmiðla í markaðssetningu
- Reynsla af verkefnisstjórnun
- Góð þekking á landi og þjóð
- Framúrskarandi ensku- og íslensku kunnátta skilyrði
- Önnur tungumálakunnátta kostur
- Menningarlæsi, sjálfstæði, frumkvæði, samskipta- og samstarfshæfni, jákvæðni og hugmyndaauðgi
Hlutverk Íslandsstofu er að efla ímynd og orðspor Íslands, styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs á erlendum mörkuðum og laða erlenda ferðamenn og fjárfestingu til landsins. Jafnframt veitir Íslandsstofa fyrirtækjum faglega aðstoð við sölu á vörum, þjónustu og þekkingu erlendis og styður við kynningu á íslenskri menningu ytra.
Umsóknarfrestur er til 19.12.16.
Upplýsingar veitir sveinnbirkir@islandsstofa.is
Sækja um starf