Verkefnisstjóri í viðskiptagreind

Landsvirkjun 6. Sep 2018 Fullt starf

Verkefnisstjóri mun leiða þróun á viðskiptagreind og vöruhúsi gagna hjá Landsvirkjun.
Viðkomandi tekur þátt í mótun framsækinna lausna fyrir ýmsa starfsemi Landsvirkjunar auk uppbyggingar á greiningum, mælaborðum og skýrslum.
Framundan eru skemmtileg og krefjandi verkefni sem fela í sér endurbætur og virðisauka.

• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.

• Reynsla af sambærilegum verkefnum.

• Reynsla á sviði verkefnastjórnunar.

• Góð þekking á hugmyndafræði og aðferðum við uppbyggingu vöruhúss gagna.

• Brennandi áhugi á gögnum og framsetningu þeirra.

• Framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni.

• Skipulagshæfni, sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi.

• Góð íslensku- og enskukunnátta.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sótt er um starfið á vef Hagvangs, www.hagvangur.is.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Inga Steinunn Arnardóttir, inga@hagvangur.is

Umsóknarfrestur er til og með 11. september 2018.