Verkefnisstjóri

Greiðsluveitan 31. Oct 2014 Fullt starf

Greiðsluveitan óskar eftir að ráða verkefnisstjóra til að stýra innleiðingu á nýju stórgreiðslu- og jöfnunarkerfi á Íslandi í samvinnu við fjármálainnviði Seðlabanka Íslands.
Fjármálainnviðir Seðlabankans hafa annars vegar með höndum yfirsýn og eftirlit með kerfislega þýðingarmiklum fjármálainnviðum/greiðslukerfum og hins vegar kerfisstjórn/rekstur kerfislega mikilvægustu fjármálainnviða landsins, stórgreiðslu- og jöfnunarkerfisins.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Verkefnisstjórinn sem óskað er eftir mun stýra innleiðingu á nýju stórgreiðslu- og jöfnunarkerfi. Munu kerfin leysa af hólmi eldri hugbúnaðarlausnir sem þjónað hafa fjármálastofnunum á Íslandi á annan áratug og mynda grunnkerfi allrar rafrænnar greiðslumiðlunar á Íslandi. Gert er ráð fyrir að verkefnið taki um tvö til þrjú ár og er undirbúningur þegar hafinn. Ráðist verður í kröfulýsingu og samningagerð á fyrri hluta næsta árs. Unnið verður eftir svipuðu ferli og seðlabankar á Norðurlöndunum hafa viðhaft við endurnýjun stórgreiðslukerfa sinna. Þátttakendur í stórgreiðslu- og jöfnunarkerfum eru íslenskar og erlendar fjármálastofnanir.
Hæfnikröfur:
Reynsla af stýringu stórra verkefna með þátttöku innlendra og erlendra aðila ásamt reynslu og þekkingu á sviði samningagerðar.
Háskólamenntun er skilyrði.
Alþjóðleg vottun frá IPMA eða MPM-nám er kostur.
Leitað er eftir einstaklingi sem hefur góða þekkingu á íslensku fjármálakerfi.
Frumkvæði, skipulagshæfni, fagmennska og nákvæmni í vinnubrögðum.
Mjög gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti er skilyrði.
Góð kunnátta í ensku er skilyrði.
Góð kunnátta í a.m.k. einu Norðurlandamáli er kostur.
Færni og lipurð í mannlegum samskiptum.
Frekari upplýsingar um starfið:
Í boði er mjög áhugavert og krefjandi starf þar sem reynir á öguð vinnubrögð, frumkvæði og sjálfstæði.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Greiðsluveitan hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með 10. nóvember 2014 og skulu umsóknir sendar á starfsumsokn@greidsluveitan.is

Nánari upplýsingar veita: Páll Kolka Ísberg Forstöðumaður kerfisstjórnar fjármálainnviða. Sími 569 9711, pall.isberg@sedlabanki.is og Logi Ragnarsson Framkvæmdastjóri Greiðsluveitunnar ehf. Sími 458 0000, logi@greidsluveitan.is