Verkefnastjóri upplýsingatækni

Háskólinn í Reykjavík 8. Nov 2023 Fullt starf

Háskólinn í Reykjavík leitar að sterkum verkefnastjóra í blandað hlutverk kerfisgreinanda (Systems Analyst) og kerfiseiganda (Product Owner). Þú verður lykilpersóna í samstarfi við lítið en kraftmikið teymi þróara sem vinna við framþróun kerfisumhverfis HR. Þú ert brúin á milli notenda og tækninnar svo þú ert altalandi bæði á tungumáli tækninnar sem og notenda. Ekki er verra ef þú hefur góðan skilning á þörfum háskóla- og rannsóknarumhverfis eins og fyrirfinnst hjá HR. Þitt hlutverk er að hlusta á notendur, forgangsraða þeirra óskum og kröfum, en einnig að greina og brjóta niður þá verkhluta sem við ákveðum að framkvæma. Hlutverk þitt innifelur einnig verkþætti eins og innleiðingar, kennslu á ný og eldri kerfi og samstarf við virkan hóp notenda.

STARFSSVIÐ

  • Umsjón og stýring á verkefnum við framþróun og nýsmíði upplýsingakerfa
  • Frumkvæði að nýjungum og endurbótum í upplýsingakerfum
  • Forgangsröðun og virðismat verkefna, áætlanagerð og kostnaðareftirlit
  • Leiða undirbúning, greiningarvinnu, þróun ferla, og innleiðingu nýrra stafrænna tæknilausna
  • Samskipti við hagsmunaaðila þvert á stofnunina, sem og við ytri aðila og birgja
  • Vinna með stjórnendum við að tryggja framgang verkefna
  • Þátttaka í mótun og uppbyggingu verkefnaumhverfis á sviðinu.

HÆFNISKRÖFUR

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi, helst á sviði verkefnastjórnunar
  • Meistarapróf er kostur
  • Reynsla í verkefnastjórnun og/eða greiningu hugbúnaðarverkefna er skilyrði
  • Reynsla af Agile vinnuumhverfum er mikill kostur
  • Reynsla af notkun á Jira og Confluence er kostur
  • Reynsla af kerfum eins og Unit4/Agresso og Canvas eru kostur
  • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Greiningarhæfni og skipulagshæfileikar
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og mikil þjónustulund
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Með öllum umsóknum skal fylgja góð ferilskrá. Einnig er valkvætt að láta fylgja með kynningarbréf þar sem umsækjandi getur rökstutt ástæður þess að vera rétta manneskjan í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 12. nóvember 2023.

Nánari upplýsingar veitir Kristján H Hákonarson, (kristjanh@ru.is) forstöðumaður upplýsingatækni. Umsóknum skal skilað á vef Háskólans í Reykjavík. Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnað.

_Háskólinn í Reykjavík hefur haslað sér völl sem öflugur rannsóknaháskóli á alþjóðavísu. Háskólinn stenst samanburð við erlenda háskóla í fremstu röð og fræðafólk skólans hefur náð framúrskarandi árangri. Kennsla og rannsóknir við Háskólann í Reykjavík mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Lögð er áhersla á þverfaglegt samstarf, alþjóðlegt umhverfi, nýsköpun og góða þjónustu.

HR er eftirsóknarverður vinnustaður og þar er lögð áhersla á fyrsta flokks aðstöðu í nærandi umhverfi, persónuleg samskipti, framsæknar kennsluaðferðir og nútímalega starfshætti. HR fagnar fjölbreytileika og mikið er lagt upp úr jafnrétti og virðingu fyrir einstaklingum og störfum þeirra. Nemendur Háskólans í Reykjavík eru um 4.300 í sjö deildum og starfsfólk er um 250 talsins, auk 350 stundakennara._


Sækja um starf