Verkefnastjóri tækni
RÚV auglýsir eftir öflugum verkefnastjóra á sviði hugbúnaðar og tækni.
Tækniteymi RÚV er fram sækið teymi og fær mikið frelsi til nýsköpunar og svigrúm til að prófa sig áfram með nýja tækni. Tækniteymi RÚV sér um uppbyggingu og rekstur allra helstu tækni innviða RÚV ásamt forritun og utanumhald á öllum öppum og vefum RÚV. Teymið rekur einnig fjölmörg kjarnakerfi tengdum efni og kjarnarekstri RÚV.
Við leitum að drífandi og hæfileikaríkum einstaklingi með haldbæra reynslu af því að leiða vef-, hugbúnaðar- eða framleiðsluverkefni og skilar verkefnum af sér með árangursríkum hætti. Verkefnastjórinn byggir jafnframt upp og þróar aðferðir verkefnastjórnunar.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Skipulagning og stjórnun verkefna í samráði við aðra stjórnendur, aðalega tengt hugbúnaði og hugbúnaðaþróun.
- Gerð þarfagreininga og verkáætlana; framkvæmd og endurmat verkefna.
- Forgangsröðun aðgerða innan verkefna.
- Þróun og innleiðing á lausnum.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af verkefnastjórnun hugbúnaðar- eða framleiðsluverkefna.
- Þekking á kerfum fyrir verkefnastjórnun í hugbúnaðargerð.
- Reynsla af aðferðum Agile og Scrum eða sambærilegu ásamt þekkingu á breytingastjórnun er æskileg.
- Góð íslensku- og enskukunnátta.
- Greiningarhæfni, frumkvæði, nákvæmni og fagmennska í starfi.
- Góð hæfni í samskiptum og færni til að leiða árangursríka samvinnu.
Sækja um starf
Sótt er um á umsóknarvef RÚV: www.ruv.is/storf