Verkefnastjóri – Rafmagnstæknifræðingur eða rafmagnsverkfræðingur
Vegna umfangsmikilla framtíðarverkefna óskar Mannverk eftir að ráða verkefnastjóra af rafmagnssviði sem langar að takast á við krefjandi verkefni og skemmtilegar áskoranir með góðri liðsheild.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Verkefnastjórnun og rekstur umfangsmikilla verkefna
- Samræming hönnunar og tæknilegra útfærslna
- Kostnaðar- og gæðaeftirlit
- Úttektir og eftirfylgni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun á sviði rafmagnstæknifræði eða -verkfræði
- Árangursrík reynsla af verkefnastjórnun
- Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
- Metnaður til að ná árangri í starfi
- Góð kunnátta í íslensku og ensku
Mannverk ehf. var stofnað á vordögum 2012. Fyrirtækið sérhæfir sig í þróunarverkefnum, stýriverktöku, verkefna- , hönnunar- og byggingastjórnun ásamt almennri framkvæmdaráðgjöf. Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á heimasíðu þess: www.mannverk.is.
Sækja um starf
Umsóknarfrestur er til og með 7. júní nk. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað.
Nánari upplýsingar veita Torfi Markússon (torfi@intellecta.is) og Henrietta Þóra Magnúsdóttir (henrietta@intellecta.is) í síma 511 1225.