Verkefnastjóri innleiðingarverkefna

Meniga 5. Jul 2011 Fullt starf

Við leitum að kraftmiklum verkefnastjóra með tæknilegan bakgrunn til að stýra verkefnum sem snúa að innleiðingu Meniga kerfisins í erlenda netbanka.

Þú munt ferðast vítt og breitt og dvelja erlendis nokkra daga í senn. Verkefnin eru krefjandi en skemmtileg.

Þú þarft að tala og skrifa ensku reiprennandi og ekki er verra ef þú talar fleiri tungumál.

Starfið krefst mikilla samskipta- og skipulagshæfileika, samviskusemi og drifkrafts.

Við bjóðum góð laun, gott vinnuumhverfi og skemmtilegan vinnustað.

Meniga er með starfsstöðvar í tveimur löndum en öll þróun fer fram á Íslandi.
Nánar um Meniga á www.meniga.com og www.meniga.is


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir sendist á atvinna@meniga.is. Fullum trúnaði heitið. Nánari upplýsingar veitir Viggó Ásgeirsson, viggo@meniga.is / 820 6494