Verkefnastjóri í UT
Við leitum að framúrskarandi verkefnastjóra með reynslu af upplýsingatækni til að slást í hóp öflugra sérfræðinga okkar á því sviði. Í boði er starf sem felur í sér þátttöku í fjölbreyttum verkefnum þvert á fyrirtækið.
Starfið felur í sér:
- greiningu, undirbúning og stýringu verkefna
- innleiðingu, upplýsingagjöf og prófanir á hugbúnaðarlausnum
- að vera tengiliður upplýsingatæknideildar í samskiptum við aðrar deildir
- eftirfylgni með gæðastöðlum og gæðamarkmiðum
Við leitum að einstaklingi með:
- háskólamenntun sem nýtist í starfi
- reynslu af verkefnastýringu í upplýsingatækni
- reynslu af Scrum, Kanban og Lean aðferðafræði, þekking á Jira og Confluence er kostur
- jákvætt viðmót, þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum
- metnað, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Nánari upplýsingar veitia Ingibjörn Pétursson, forstöðumaður upplýsingatæknideildar, ingibjorn.petursson@sjova.is og Erla Björk Gísladóttir, mannauðssérfræðingur, erla.gisladottir@sjova.is.
Umsóknarfrestur er til og með 8.maí nk.
Hjá upplýsingatæknideild Sjóvá starfar öflugur og samhentur hópur að fjölbreyttum upplýsingatækniverkefnum og hugbúnaðarþróun tengdri sölu trygginga, afgreiðslu tjóna o.fl. Það eru spennandi tímar í tryggingum þar sem upplýsingatækni gegnir lykilhlutverki og því mikil þróunarvinna framundan. Upplýsingatæknideild fylgir Agile aðferðafræðinni og beitir Scrum eða Kanban aðferðum við gerð hugbúnaðar.
Vinnustaðamenning okkar hjá Sjóvá er jákvæð og árangursdrifin og leggur starfsfólk sig fram um að veita viðskiptavinum afburðaþjónustu. Við erum efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni og kannanir sýna að starfsánægja hjá okkur er með því mesta sem gerist hérlendis.
Sækja um starf
Sótt er um starfið í gegnum umsóknarsíðu