Verkefnastjóri í UT

Sjóvá 2. May 2022 Fullt starf

Við leit­um að framúrsk­ar­andi verk­efna­stjóra með reynslu af upp­lýs­inga­tækni til að slást í hóp öfl­ugra sér­fræð­inga okk­ar á því sviði. Í boði er starf sem fel­ur í sér þátt­töku í fjöl­breytt­um verk­efn­um þvert á fyr­ir­tæk­ið.

Starf­ið fel­ur í sér:

  • grein­ingu, und­ir­bún­ing og stýr­ingu verk­efna
  • inn­leið­ingu, upp­lýs­inga­gjöf og próf­an­ir á hug­bún­að­ar­lausn­um
  • að vera tengi­lið­ur upp­lýs­inga­tækni­deild­ar í sam­skipt­um við aðr­ar deild­ir
  • eft­ir­fylgni með gæða­stöðl­um og gæðamarkmiðum

Við leit­um að ein­stak­lingi með:

  • há­skóla­mennt­un sem nýt­ist í starfi
  • reynslu af verk­efn­a­stýr­ingu í upp­lýs­inga­tækni
  • reynslu af Scr­um, Kan­b­an og Lean að­ferða­fræði, þekking á Jira og Confluence er kostur
  • já­kvætt við­mót, þjón­ustu­lund og færni í mann­leg­um sam­skipt­um
  • metn­að, frum­kvæði og sjálf­stæði í vinnu­brögð­um

Nán­ari upp­lýs­ing­ar veitia Ingi­björn Pét­urs­son, for­stöðu­mað­ur upp­lýs­inga­tækni­deild­ar, ingi­bjorn.pet­urs­son@sjova.is og Erla Björk Gísla­dótt­ir, mannauðs­sér­fræð­ing­ur, erla.gisladott­ir@sjova.is.

Um­sókn­ar­frest­ur er til og með 8.maí nk.

Hjá upp­lýs­inga­tækni­deild Sjóvá starfar öfl­ug­ur og sam­hent­ur hóp­ur að fjöl­breytt­um upp­lýs­inga­tækni­verk­efn­um og hug­bún­að­ar­þró­un tengdri sölu trygg­inga, af­greiðslu tjóna o.fl. Það eru spenn­andi tím­ar í trygg­ing­um þar sem upp­lýs­inga­tækni gegn­ir lyk­il­hlut­verki og því mik­il þró­un­ar­vinna framund­an. Upp­lýs­inga­tækni­deild fylg­ir Agile að­ferða­fræð­inni og beit­ir Scr­um eða Kan­b­an að­ferð­um við gerð hug­bún­að­ar.

Vinnu­staða­menn­ing okk­ar hjá Sjóvá er já­kvæð og ár­ang­urs­drif­in og legg­ur starfs­fólk sig fram um að veita við­skipta­vin­um af­burða­þjón­ustu. Við erum efst trygg­inga­fé­laga í Ís­lensku ánægju­vog­inni og kann­an­ir sýna að starfs­ánægja hjá okk­ur er með því mesta sem ger­ist hér­lend­is.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sótt er um starfið í gegnum umsóknarsíðu