Verkefnastjóri í upplýsingatækni og viðskiptaþróun

Hey Iceland og Bændaferðir 16. Jan 2019 Fullt starf

Hey Iceland og Bændaferðir óska eftir að ráða drífandi og skipulagðan einstakling í stöðu verkefnastjóra á sviði upplýsingatækni og viðskiptaþróunar. Viðkomandi þarf að hafa haldgóða reynslu af innleiðingu hugbúnaðar og geta tileinkað sér nýja tækni fljótt og örugglega. Lykileiginleikar sem leitað er eftir eru skipulagshæfni, áhugi á tækni og umbótum, ásamt faglegri framkomu.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Verkefnastýring í upplýsingatækni og viðskiptaþróun
  • Stefnumótandi vinna í upplýsingatækni
  • Markmiðasetning og samhæfing verkefna
  • Greiningar, áætlanagerð, eftirfylgni og árangursmat
  • Samskipti við fagaðila

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist starfi
  • Reynsla af hugbúnaðarinnleiðingu og þróun skilyrði
  • Góð tækniþekking skilyrði
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Greiningarhæfileikar
  • Frumkvæði, metnaður, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Áhugasamir umsækjendur sendi umsókn ásamt ferilskrá á netfangið atvinna@heyiceland.is fyrir 21. janúar.