Verkefnastjóri í upplýsingatækni
Pósturinn leitar að öflugum verkefnastjóra til starfa í upplýsingatækni . Viðkomandi stýrir verkefnum sem snúa að stafrænni umbreytingu hjá Póstinum. Verkefnastjóri er staðsettur á skrifstofum Póstsins í Reykjavík og heyrir beint undir framkvæmdastjóra upplýsingatækni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón og stýring á verkefnum innan Póstsins
- Ábyrgð á þarfagreiningu, skipulagi og framvindu verkefna
- Ábyrgð á verkefnaskrá og mælikvörðum
- Upplýsingagjöf til stjórnenda og starfsfólks
- Umsjón með forgangsröðun verkefna sem snúa að stafrænni umbreytingu
- Umsjón með prófunum á nýjum hugbúnaði
- Umsjón með innleiðingum á stafrænum lausnum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi, reynsla af verkefnastjórnun er skilyrði
- Reynsla af ferlastjórnun er kostur
- Reynsla af notkun á Jira og Confluence er kostur
- Reynsla af verkefnum sem tengjast innleiðingu stafrænna lausna er kostur
- Áhugi og þekking á hugbúnaðarþróun og markaðs- og sölumálum er kostur
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi sem og hæfni til að vinna í teymi
Sækja um starf
Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl 2024. Sótt er um starfið á umsóknarvef Póstsins, www.posturinn.is/atvinna. Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Öllum umsóknum verður svarað og farið er með umsóknir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Benedikt Þorgilsson, benediktth@postur.is.
Hjá Póstinum starfar lausnamiðað starfsfólk sem tekur fagnandi á móti síbreytilegum áskorunum þar sem liðsheild, þjálfun og góður starfsandi er í forgrunni. Pósturinn leggur sitt lóð á vogarskálar til að stuðla að sjálfbærni og hefur uppfyllt öll markmið Grænna skrefa. Pósturinn er jafnlaunavottað fyrirtæki.