Verkefnastjóri í upplýsingatækni
Tölvunörd með húmor óskast
Við þurfum fleiri hausa og hendur á vef- og upplýsingatæknisvið WOW air. Þar starfa snillingarnir sem bera ábyrgð á vali á og/eða sköpun lausna til þess að uppfylla þarfir félagsins í sölu, þjónustu og rekstri. Framúrskarandi samskiptahæfileikar, færni í ensku og íslensku sem og vilji til að læra og takast á við nýja hluti eru allt frábærir kostir til að hafa. Það væri ekki verra ef þú værir líka góð/ur í að spila Fußball (færni í Fußball er þó ekki skilyrði).
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
•Verkefnastýring og þátttaka í teymavinnu við val á lausnum, uppsetningu þeirra og rekstri
•Þjálfun, hjálp og þjónusta við notendur lausna
•Teymavinna við innleiðingar lausna, koma þeim í rekstur og viðhalda þeim
•Hugmyndavinna við að finna og/eða skapa bestu lausnirnar hverju sinni og taka þátt í sköpun nýrra tækifæra
•Setja fram áætlanir um innleiðingar og framkvæmd í samvinnu við aðra starfsmenn sviðsins og væntanlega notendur
Menntun, kunnátta og reynsla sem starfið krefst:
•Tölvunarfræði, verkfræði, kerfisfræði eða sambærileg menntun
•Framúrskarandi samskiptahæfileikar
•Góð íslensku- og enskukunnátta jafnt í ræðu sem riti
•Hæfni í greiningu vandamála
•Vilji til að læra og takast á við nýja hluti
•Hæfileiki og vilji til að tileinka sér mikla þekkingu á tæknilegum innviðum flugfélags. Reynsla úr flugheiminum væri mikill kostur
•Þjónustulund við að að fræða og aðstoða notendur
Vinsamlega sendið umsóknir á starf@wow.is með ferilskrá og kynningarbréfi merkt starfinu fyrir lok dags þann 3. september 2014.