Verkefnastjóri í stafrænni markaðssetningu
Nordic Visitor leitar að reyndum og ástríðufullum verkefnastjóra í stafrænni markaðssetningu. Við leitum að hæfileikaríkum einstaklingi með skothelda ferilskrá, með reynslu í verkefnastýringu og umsjón herferða í stafrænni markaðssetningu.
Á markaðssviði Nordic Visitor starfa 12 manns, í tveimur löndum og ber sviðið ábyrgð á stafrænni markaðssetningu og uppbyggingu vefsvæða fyrirtækisins.
Um er að ræða einstakt tækifæri fyrir réttan aðila til að starfa hjá einu stærsta ferðaþjónustufyrirtæki Íslands, sem rekur eina stærstu netverslun landsins.
Starfs- og ábyrgðarsvið
- Verkefnastýring í stafrænni markaðssetningu
- Umsjón með markaðssetningu í gegnum samfélagsmiðla
- Umsjón með “retargeting” herferðum
- Greining á markaðsherferðum og notendahegðun
- Notendaprófanir og A/B prófanir
- Þátttaka í eftirfarandi:
- Keypt leit
- Leitarvélabestun og efnismarkaðssetning
- Markpóstar
- Vefþróun
- Greining nýrra tækifæra og leiða til markaðssetningar
- Önnur tilfallandi verkefni á markaðssviði
Hæfniskröfur
- Reynsla af stafrænni markaðssetningu er skilyrði, í alþjóðaumhverfi er mikill kostur
- Reynsla af verkefnastjórnun
- Lágmark 3 ára starfsreynsla í sambærilegu starf
- Reynsla af markaðssetningu á samfélagsmiðlum og leitarvélabestun
- Þekking á Google Ads, Google Analytics og Facebook Business Manager
- Hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
- Góð enskukunnátta er skilyrði
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Við bjóðum uppá
- Góða vinnuaðstöðu á aðalskrifstofu okkar í Reykjavík
- Lifandi og fjölskylduvænan vinnustað
- Fjölbreytt, metnaðarfull og krefjandi verkefni
- Tækifæri til að vaxa í starfi í alþjóðaumhverfi
- Metnaðarfulla stefnu í mannauðsmálum
Sækja um starf
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hjalti Már Einarsson, forstöðumaður Markaðssviðs, hjalti@nordicvisitor.com.
Umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbréfi berist í síðasta lagi sunnudaginn 2. desember 2018 merkt „Verkefnastjóri í stafrænni markaðssetningu“ á netfangið career@nordicvisitor.com. Fullum trúnaði er heitið.