Verkefnastjóri í hugbúnaðarþróun

Orkuveita Reykjavíkur 30. Apr 2018 Fullt starf

OR samstæðan er á fullu að undirbúa framtíðina og það reynir mikið á sérfræðinga okkar í upplýsingatæknimálum. Við þurfum að bæta í öflugan hóp okkar og leitum að framsýnum verkefnastjóra til að reka hugbúnaðarverkefni frá greiningu til afhendingar. Í þessu felst að greina og meta þarfir í samvinnu við hagsmunaaðila, koma þeim í forritun innan fyrirtækis eða utan, prófa og samþykkja lausnir og koma þeim í rekstur.

Upplýsingatækni OR þróar og rekur fjölmargar hugbúnaðarlausnir. Þér mun gefast færi á að leiða fjölbreytt verkefni í samstarfi við breiðan hóp sérfræðinga innan og utan samstæðunnar. Til að takast á við verkefnin þarft þú menntun sem nýtist í starfi­ ásamt þekkingu á ferli hugbúnaðargerðar og reynslu af verkefnastjórnun. Ef þú hefur þetta allt og hugsar að auki í lausnum er þér ekkert til fyrirstöðu að sækja um starfið.

Við hvetjum jafnt karla sem konur til að sækja um.

Nánari upplýsingar veitir Ásdís Eir Símonardóttir mannauðsráðgjafi í netfanginu starf@or.is. Þú sækir um á ráðningavef OR, starf.or.is.

Umsóknarfrestur er til og með 10. maí 2018.


Sækja um starf