Verkefnastjóri hugbúnaðarþróunar

Alþingi 23. Mar 2018 Fullt starf

Skrifstofa Alþingis leitar að verkefnastjóra til að stýra innleiðingu nýs hugbúnaðarkerfis og verkferlum því tengdu. Auk þess er hlutverk verkefnastjóra meðal annars þjálfun í Agile-aðferðafræði og stjórnun umbótaverkefnis sem unnið er af upplýsingatækniskrifstofu Alþingis. Gert er ráð fyrir að endurnýja flestar kerfiseiningar núverandi þingmálakerfis. Verkefnastjóri þarf að vinna náið með starfsmönnum upplýsingatækniskrifstofu, þingfundaskrifstofu og verktökum.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Verkefnastýring í tengslum við endurgerð núverandi þingmálakerfis.
  • Innleiðing nýrra verkferla í upplýsingatæknimálum.
  • Leiða hugbúnaðarteymi verktaka við þróun og útgáfu nýrra kerfa.
  • Þjálfun og leiðbeiningar í Agile.
  • Annast breytingastjórnun og áætlunargerð.
  • Auðvelda upplýsingaflæði til notenda.

Hæfnikröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi.
  • Starfsreynsla af sambærilegu starfi æskileg, sérstaklega er tekið tillit til reynslu af Agile-aðferðafræði.
  • Reynsla af innleiðingu hugbúnaðar.
  • Scrum Master vottun æskileg.
  • Góð samskiptafærni.
  • Geta til að vinna hratt og undir álagi.
  • Frumkvæði og geta til að vinna vel bæði í hóp og sjálfstætt.
  • Færni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Gott vald á íslensku og ensku, auk þess sem gott vald á einu Norðurlandamáli er kostur.

Frekari upplýsingar um starfið

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi forseta Alþingis og Félags starfsmanna Alþingis.
Skrifstofa Alþingis hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Gildi skrifstofu Alþingis eru: Þjónustulund – Fagmennska – Samvinna.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sótt er um starfið í gegnum ráðningarkerfi Orra. Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi rökstyður hæfni sína í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Umsóknarfrestur er til og með 16.04.2018.