Verkefnastjóri hugbúnaðarþróunar

Ríkisútvarpið ohf 13. Oct 2017 Fullt starf

RÚV auglýsir eftir öflugum verkefnastjóra til að leiða ört vaxandi verkefni á sviði hugbúnaðarþróunar í samræmi við stefnu RÚV til 2021.

Verkefnin eru fjölbreytt og snerta þróun og miðlun á dagskrá og uppbyggingu og rekstur kerfa, allt frá vef og snjalltækjalausnum til bakendakerfa. Við leitum að drífandi og hæfileikaríkum einstaklingi með haldbæra reynslu af því að leiða vef-, hugbúnaðar- eða framleiðsluverkefni og skilar verkefnum af sér með árangursríkum hætti. Verkefnastjórinn byggir jafnframt upp og þróar aðferðir verkefnastjórnunar þvert á starfsemi RÚV.

STARFSSVIÐ

  • Skipulagning og stjórnun verkefna.

  • Gerð þarfagreininga og verkáætlana; framkvæmd og endurmat verkefna.

  • Forgangsröðun aðgerða innan verkefna.

  • Þróun og innleiðing á lausnum.

HÆFNISKRÖFUR

  • Viðeigandi menntun sem nýtist í starfi.

  • Reynsla af verkefnastjórnun hugbúnaðar- eða framleiðsluverkefna.

  • Þekking á kerfum fyrir verkefnastjórnun í hugbúnaðargerð.

  • Reynsla af aðferðum Agile og Scrum ásamt breytingastjórnun er æskileg.

  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.

  • Greiningarhæfni, frumkvæði og fagmennska í starfi.

  • Framúrskarandi hæfni í samskiptum.

Umsóknarfrestur er til 24. október 2017.
Nánari upplýsingar veitir Gunnar Örn Guðmundsson, forstöðumaður tækni, gunnar.orn.gudmundsson@ruv.is, s: 515 3000.
Umsóknum ásamt ferilskrá er skilað rafrænt á www.ruv.is/laus-storf.

RÚV starfar í almannaþágu og hefur það hlutverk að vekja, virkja og efla. Öflugt og samhent starfsfólk skoðar samfélagið með gagnrýnum hætti, segir mikilvægar sögur og þróar nýjar leiðir til miðlunar.

Við hvetjum konur jafnt sem karla og fólk af ólíkum uppruna til að sækja um starfið.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til 24. október 2017. Nánari upplýsingar veitir Gunnar Örn Guðmundsson, forstöðumaður tækni, gunnar.orn.gudmundsson@ruv.is, s: 515 3000. Umsóknum ásamt ferilskrá er skilað rafrænt á www.ruv.is/laus-storf.