Verkefnastjóri hugbúnaðarþróun
Við leitum að verkefnastjóra til að styrkja raðir Þulu á þeirri vegferð að með hagnýtingu framsækinna hugbúnaðarlausna muni viðskiptavinir fyrirtækisins ná fram hagræðingu í rekstri á sama tíma og þeir ná að veita betri þjónustu.
Starfið felur í sér verkefnastýringu og samhæfingu vinnu í dreifðu teymi við þróun yfirgripsmikilla og tæknilega ögrandi hugbúnaðarlausna í fjölþjóðlegu umhverfi.
Æskilegt að viðkomandi starfi á skrifstofu Þulu á Akureyri.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þátttakandi í mótun og þróun hugbúnaðarlausna sem gegna lykilhlutverki við meðhöndlun lyfja á heilbrigðisstofnunum.
- Skipulagning verkefna og áætlanagerð.
- Verkefnastýring og eftirfylgni með stöðu verkefna.
- Dagleg samhæfing vinnu um 10 starfsmanna sem staðsettir eru á Akureyri og erlendis.
- Samskipti við viðskiptavini á Íslandi og erlendis.
- Þátttaka í stöðugum umbótum á verklagi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða sambærileg menntun.
- Menntun á sviði stjórnunar er kostur.
- Marktæk þekking og reynsla af verkefnastjórnun í hugbúnaðarþróun.
- Sjálfstæð vinnubrögð, lausnamiðuð nálgun og færni til að sjá heildarmyndina.
- Framúrskarandi leiðtogi með góða samskiptahæfileika og reynslu í að stýra teymum.
- Þekking á Agile aðferðafræði og reynsla af verkbeiðnakerfinu Jira æskileg.
- Reynsla af vinnu samkvæmt gæðakerfunum ISO 9001 og ISO 27001 er æskileg.
- Góð enskukunnátta er áskilin.
Þula býður fyrsta flokks hugbúnaðarlausnir fyrir heilbrigðisgeirann.
Lausnir Þulu eru þróaðar í nánu samstarfi við kröfuharða viðskiptavini.
Í tæp 20 ár hefur Þula unnið með heilbrigðisstofnunum víða í Evrópu
og þróað með þeim framsæknar lausnir sem gera þeim kleift að ná árangri á sínu sviði.
Hjá Þulu starfa um 40 manns og flestir eru búsettir á Akureyri.
www.thula.is
Sækja um starf
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Umsóknarfrestur er til og með 24. október 2022.
Sótt er um starfið á www.mognum.is.
Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.
Nánari upplýsingar veita Sigríður Ólafsdóttir; sigga@mognum.is og Telma Eiðsdóttir; telma@mognum.is.