Verkefnastjóri – Hugbúnaðarþróun
Verkefnastjórnun – Fjárfestingabankalausnir
Starfssvið
- Verkefnastjórnun við þróun á Libra hugbúnaði á fjárfestingabankasviði
- Þátttaka í greiningu og hönnun á þróun Libra hugbúnaðar
- Þátttaka í innleiðingu Libra hugbúnaðar hjá viðskiptavinum
- Þátttaka í stöðugri mótun gæðakerfis
Hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði tölvunarfræða eða sambærileg menntun
- Reynsla af verkefnastjórnun hugbúnaðarverkefna
- Menntun á sviði verkefnastjórnunar er kostur
- Þekking og/eða reynsla af hugbúnaðargerð fyrir fjármálamarkað er kostur
- Þekking á Libra hugbúnaði er kostur
- Öguð og skipulögð vinnubrögð
- Framúrskarandi samskiptafærni, sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfni
Libra er ört vaxandi hugbúnaðarhús með um 40 manns í vinnu við að leysa skemmtileg og krefjandi verkefni fyrir viðskiptavini okkar.
Við höfum á undanförnum 20 árum verið leiðandi í smíði hugbúnaðar fyrir íslenskan fjármálamarkað en Libra hugbúnaður er í notkun hjá flestum fyrirtækjum og stofnunum á þeim markaði.
Hjá okkur muntu fást við krefjandi verkefni í samhentum hópi sérfræðinga sem leggur áherslu á gott skipulag og stöðugar umbætur.
Við erum með ánægt og hæft starfsfólk og vinnum náið með viðskiptavinum okkar.
Libra ehf. hefur undanfarin tvö ár verið á meðal efstu fyrirtækja á lista VR yfir Fyrirtæki ársins og hlotið titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki auk þess sem styrkleikamat Creditinfo hefur skilað okkur titlinum Framúrskarandi fyrirtæki undanfarin sex ár.
Sækja um starf
Starfsumsókn og ferilskrá sendist á robert@librasoft.is fyrir 30.9.2017. Nánari upplýsingar eru fúslega veittar í síma 595-8760. Við bendum einnig á frekari upplýsingar og umsóknarform á vef okkar: www.librasoft.is