Verkefnastjóri hugbúnaðarlausna
Menntamálastofnun leitar að sjálfstæðum og drífandi starfsmanni með þekkingu og reynslu á verkefnastjórnun og hugbúnaðarmálum,
Hlutverk verkefnastjórans er að skipuleggja og sjá um uppbyggingu og þróun hugbúnaðarlausna Menntamálastofnunar. Stofnunin rekur ýmis upplýsingakerfi vegna þjónustu við skóla, upplýsingamiðlunar og greininga og er stefna hennar að kaupa vinnu við forritun og rekstur hugbúnaðarkerfa frá utanaðkomandi aðilum. Hlutverk verkefnisstjóra er að vinna að þarfagreiningu fyrir hugbúnaðarkerfi, í samvinnu við fagsvið Menntamálastofnunar, taka þátt í vali á verktökum, gerð samninga og fylgja eftir smíði og innleiðingu hugbúnaðarlausna.
Um er að ræða 100% starf og laun eru greidd samkvæmt samningum fjármála- og efnahagsráðuneytisins og viðkomandi stéttarfélags. Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Menntunar- og hæfnikröfur:
-
Menntun sem nýtist í starfi, s.s. verkefnastjórnun, tölvunarfræði eða verkfræði
-
Þekking og reynsla af verkefnastjórnun
-
Þekking á forritun og hugbúnaðargerð
-
Þekking á útgáfustjórnun og sjálfvirkum prófunum kostur
-
Þekking á stýrikerfum, vefþjónum, gagnagrunnum og öðrum hugbúnaðarkerfum
-
Geta til að setja sig inn í ný tölvukerfi á skjótan hátt
-
Hæfni til að vinna eftir gæðastöðlum og setja upp verklagsreglur og vinnulýsingar
-
Góð íslensku og enskukunnátta
-
Skipulögð vinnubrögð, frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund
Starfið felur í sér mikil samskipti við aðila bæði innan og utan stofnunarinnar og starfsmaður þarf að vera reiðubúinn til að sinna öðrum þeim störfum sem kunna að þarfnast úrlausnar hjá stofnuninni.
Sækja um starf
Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því umsóknarfrestur rennur út. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.
Umsókn sendist á skjalasafn@mms.is merkt: Verkefnastjóri hugbúnaðarlausna. Öllum umsóknum verður svarað.
Nánari upplýsingar veitir Sveinbjörn E. Y. Gestsson sviðsstjóri þjónustusviðs, í síma 514-7500, netfang: sveinbjorn.y.gestsson@mms.is
Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl 2019.