Verkefnastjóri
Verkefnastjóri á Upplýsingatæknisviði Fiskistofu
Fiskistofa leitar að metnaðarfullum og öflugum verkefnastjóra til starfa á höfuðborgarsvæðinu við fjölbreytt verkefni á upplýsingatæknisviði. Um fullt starf er að ræða og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni:
- Stjórnun verkefna á sviðinu og upplýsingatækniverkefna þvert á svið
- Þarfagreining upplýsingatækniverkefna
- Gerð verkáætlana
- Skjölun verkefna og skráning í verkefnastjórnunarkerfi
- Þjónusta við innri viðskiptavini
- Þátttaka í þróun vefja Fiskistofu
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s í verkefnastjórnun, tölvunarfræði eða verkfræði
- Marktæk reynsla af verkefnastjórnun skilyrði
- Mjög góð tölvukunnátta og skilningur á upplýsingatækni skilyrði
- Mjög gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti
- Góð samskiptahæfni, jákvætt viðhorf og lausnamiðuð hugsun skilyrði
- Góð skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum er nauðsynleg
Nánari upplýsingar um starfið veitir Leifur Magnússon, sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs í síma 5697900 eða í netfangi leifurm@fiskistofa.is
Sækja um starf
Umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbréfi sendist á netfangið starf@fiskistofa.is eða með bréfi til Fiskistofu, Dalshrauni 1, 220 Hafnarfirði merktar: „Verkefnastjóri“.
Umsóknarfrestur er til og með 21. desember 2015. Samkvæmt jafnréttisstefnu Fiskistofu eru konur jafnt sem karlar hvött til að sækja um.