Verkefnastjóri

WOW air 5. Feb 2018 Fullt starf

Verkefnastjóri SysOps

Við leitum nú að verkefnastjóra í SysOps hjá WOW labs. Viðkomandi þarf að hafa reynslu í verkefnastjórnun, innleiðingu hugbúnaðarkerfa og afburða samskiptahæfni er ekki síður mikilvæg.

HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐARSVIÐ:

  • Innleiðing og breytingar hugbúnaðarkerfa
  • Þarfagreining vegna innleiðingar nýrra kerfa og breytinga á eldri kerfum
  • Samskipti við birgja og hagsmunaaðila innan WOW air
  • Eftirlit með vinnu birgja
  • Framkvæmd verkfunda með birgjum og stöðufunda með hagsmunaaðilum innan WOW air
  • Ábyrgð á rekstri og framþróun innleiddra kerfa
  • Aðstoð við samþættingu kerfa

HÆFNI, ÞEKKING OG REYNSLA SEM STARFIÐ KREFST:

  • B.S. í verkfræði, tölvunarfræði eða viðskiptafræði – framhaldsmenntun er kostur
  • Vottun á sviði verkefnastjórnunar (IPMA B, C eða D) verulegur kostur
  • Reynsla af verkefnastjórnun er æskileg
  • Reynsla af innleiðingu hugbúnaðarkerfa frá þarfagreiningu til lúkningar
  • Reynsla og þekking á breytingastjórnun er kostur
  • Reynsla af notkun verkefnastjórnunarhugbúnaðar mikill kostur
  • Þekking á gerð tíma- og kostnaðaráætlana
  • Afburða samskiptahæfni
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á ensku
  • Haldgóð kunnátta á almenn skrifstofuforrit (Outlook, Word og Excel)

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

AÐRAR UPPLÝSINGAR

WOW air er brosmilt lággjaldaflugfélag með það að markmiði að bjóða ávallt upp á lægstu fargjöldin til og frá Íslandi. Flugfélagið hefur vaxið mjög ört á skömmum tíma og við hlökkum til að efla samkeppni í flugi enn frekar á komandi árum með nýjum og spennandi áfangastöðum. Við leggjum mikið upp úr því að hafa gaman af því sem við erum að gera, bæði á skrifstofunni og gagnvart gestum okkar. Hjá okkur starfa nú um 1100 hörkuduglegir starfsmenn.

NÁNARI UPPLÝSINGAR

Frekari fyrirspurnir um störfin má senda á starf@wow.is.

Umsóknarfrestur til og með 19. febrúar 2018