Verkefnastjóri

Hugsandi Menn 26. Jul 2011 Fullt starf

Þjónustu- og verkefnastjóri

Við óskum eftir að ráða ábyrgðarfullan, sjálfstæðan og árangursdrifinn einstakling til að sinna starfi þjónustu- og verkefnastjóra.

Starfssvið:
• Yfirumsjón með daglegum verkefnum og fyrirspurnum viðskiptavina
• Kennsla og þjónusta á vörum frá Hugsandi Mönnum (Hugbúnaði)
• Mótun og uppbygging þjónustuferla
• Samskipti og samningagerð við viðskiptavini

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi
• Menntun í Tölvunarfræði er kostur en þó ekki skilyrði
• Þekking og reynsla af gæðamálum kostur
• Kostnaðarvitund og reynsla af rekstri
• Reynsla af stjórnun og mannaforráðum
• Mikil leiðtogahæfni sem og hæfni í samskiptum
• Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og metnaður til að ná árangri í starfi

Hugsandi Menn er hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í viðskiptahugbúnaði, þarfagreiningu og gagnagrunnslausnum við Internetið ásamt ýmsum sérlausnum fyrir smærri og stærri fyrirtæki.

Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir sendist ásamt mynd á job@hugsandimenn.is