Verkefnastjóri
Þjónustu- og verkefnastjóri
Við óskum eftir að ráða ábyrgðarfullan, sjálfstæðan og árangursdrifinn einstakling til að sinna starfi þjónustu- og verkefnastjóra.
Starfssvið:
• Yfirumsjón með daglegum verkefnum og fyrirspurnum viðskiptavina
• Kennsla og þjónusta á vörum frá Hugsandi Mönnum (Hugbúnaði)
• Mótun og uppbygging þjónustuferla
• Samskipti og samningagerð við viðskiptavini
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi
• Menntun í Tölvunarfræði er kostur en þó ekki skilyrði
• Þekking og reynsla af gæðamálum kostur
• Kostnaðarvitund og reynsla af rekstri
• Reynsla af stjórnun og mannaforráðum
• Mikil leiðtogahæfni sem og hæfni í samskiptum
• Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og metnaður til að ná árangri í starfi
Hugsandi Menn er hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í viðskiptahugbúnaði, þarfagreiningu og gagnagrunnslausnum við Internetið ásamt ýmsum sérlausnum fyrir smærri og stærri fyrirtæki.
Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.
Umsóknir sendist ásamt mynd á job@hugsandimenn.is