Verkefna og-sölustjórn

Skapalón 29. Mar 2016 Fullt starf

Skapalón leitar að snjöllum og séðum einstaklingi til að taka að sér verkstjórn og sölu á stöðluðum veflausnum fyrirtækisins ásamt framþróun og markaðsstarfi því tengdu. Um er að ræða nýjan vinkil í starfsemi fyrirtækisins sem viðkomandi mun þróa áfram í nánu samstarfi við framkvæmdastjóra.

Við sækjumst eftir að þú hafir..

  • hið minnsta 2 ára reynslu í vefgeiranum
  • drifkraft, metnað og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • reynslu af sölu og markaðsstarfi
  • afburða samskiptahæfileika
  • ríka þjónustulund

Við bjóðum…

  • sjálfstæði í starfi
  • frjálslegt og faglegt starfsumhverfi
  • frábæra viðskiptavini
  • yndislegt og hæft samstarfsfólk
  • tækifæri til að móta starfið og vörulínu

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Allar nánari upplýsingar og umsóknir sendist á Sævar framkvæmdastjóra Skapalón á sos@skapalon.is. Öllum umsóknum verður svarað fljótlega og farið með sem trúnaðarmál.