Verkefna og gæðastjórnun
Skapalón leitar að kraftmiklum og skapandi einstaklingi sem hefur þekkingu á verkefnastjórnun í skapandi greinum/hugbúnaðarþróun og aðferðum því tengdu.
Í starfinu felst…
– samþætting verkefnateyma
– innleiðing og eftirfylgni með verkferlum
– framþróun vinnuaðferða
– umsjón með gæðastjórnun
Gott og jafnvel nauðsynlegt að starfsmaður kunni skil á
– Agile og þá sér í lagi Kanban
– mannlegum samskipum
– notkun post-it miða
– innviðum vefsins
Bjóðum við:
– gott starfsumhverfi með einstaklega skemmtilegu og hæfileikaríku samstarfsfólki
– gott og skýrt verklag byggt á Agile sem þú hefur áhrif á að móta
– þér að taka þátt í að móta nýtt landslag í veflausnum á Íslandi
– fjölbreytt og krefjandi verkefni með mörgum af fremstu fyrirtækjum landsins
– tækifæri til að skara fram úr
– óþvingað, óformlegt, en faglegt vinnuumhverfi
– starfsmannaferðir sem eiga engar sínar líkar
Frábært starf sem verðandi starfsmaður hefur mikil tök á að móta í samstafi við framkvæmdastjóra.
Vinsamlegast sendið umsóknir með upplýsingum um nám og starfsreynslu á sos@skapalon.is Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Skapalón Vefstofa er opið fyrirtæki sem leggur ríka áherslu á gerð framúrskarandi vefsíðna og veflausna. Með opnu fyrirtæki er vísað í að Skapalón einskorðar sig ekki við eigin lausnir, þekkingu eða áherslur. Útfrá þeirri stefnu vinnum við með fjölda annara fyrirtækja og lausna sem eiga það sameiginlegt að vera leiðandi á sínu sviði. Nánari upplýsingar á vefsíðu okkar www.skapalon.is