Vélbúnaðarþróun

Controlant 15. Apr 2015 Fullt starf

Controlant er íslenskt hátæknifyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í rauntímavöktun verðmæta. Lausnir fyrirtækisins hafa náð útbreiðslu á innlendum og erlendum lyfja- og matvælamörkuðum, en þær byggja á þráðlausri tækni, hugbúnaðarlausnum og miðlægu gagnagrunnskerfi sem fyrirtækið hefur þróað á undanförnum árum. Vegna aukinna umsvifa þurfum við að bæta liðsmönnum í teymið okkar.

Fyrirtækið er í mikilli sókn og eru mörg spennandi verkefni framundan sem tengjast hugbúnaðar- og vélbúnaðarvörum fyrirtækisins. Við leitum eftir hressum einstaklingum sem eru til í slaginn og búa yfir aganum til þess að vinna sjálfstætt. Þá þykir áhugi á viðfangsefninu mikill kostur, sem og temmilega mikil hæfni í badminton, borðtennis og foosball.

Vélbúnaður fyrirtækisins, m.a. mæli- og staðsetningarbúnaður, er hannaðar frá grunni af þróunarteymi okkar. Viðkomandi einstaklingur mun taka virkan þátt í framþróun á vörum fyrirtækisins á komandi árum.

Hæfniskröfur

  • Háskólapróf í rafmagnsverkfræði eða sambærileg menntun
  • Yfirgripsmikil þekking og reynsla af vinnu með tölvurásir
  • Yfirgripsmikil þekking og reynsla af forritun á örtölvum
  • Þekking og reynsla af forritun í C, Python og Matlab er kostur
  • Reynsla í vélbúnaðarprófunum er kostur
  • Reynsla í rásahönnun er kostur

Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á job@controlant.com fyrir 29. apríl 2015