Vélahönnuður – Vaki

Hagvangs 28. Oct 2022 Fullt starf

Vélahönnuður tilheyrir þróunarteymi Vaka og vinnur að þróun og hönnun á hátæknivélbúnaði fyrir vöruflóru Vaka /MSD. Meðal verkefna vélahönnuðar eru þarfagreining

og skipulagning verkefna, prófanir hjá viðskiptavinum og eftirfylgni með verkefnum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun á sviði vélaverkfræði, véltæknifræði eða sambærilegt nám
  • Reynsla í notkun þrívíddar hönnunarforrita t.d. Inventor eða SolidWorks er kostur
  • Vinna vel í teymi og geta tekið virkan þátt í vinnu í alþjóðlegu vinnuumhverfi
  • Góð enskukunnátta

Vaki fiskeldiskerfi ehf. var stofnað árið 1986 og hefur frá fyrstu tíð verið leiðandi fyrirtæki í hönnun og þróun á hátæknibúnaði

fyrir fiskeldi um allan heim. Helstu vörur Vaka eru fiskiteljarar byggðir á tölvusjón sem telja fisk á öllum stigum í eldinu ásamt fiskiflokkurum og fiskidælum.

Annað sérsvið Vaka er myndavélabúnaður til að stærðarmæla fisk í sjókvíum, telja laxalús og fylgjast með velferð og vexti fiskanna. Árið 2019 keypti MSD Animal Health allt hlutafé í Vaka og nú sem hluti af MSD eru uppi spennandi áform um stækkun og eflingu fyrirtækisins. Aukin áhersla verður lögð á vöruþróun og þjónustu í nánu samstarfi við viðskiptavini og munu nýjar lausnir Vaka stuðla að framþróun fiskeldis um allan heim. Frekari upplýsingar á vaki.is

Upplýsingar veitir:

Inga S. Arnardóttir, inga@hagvangur.is


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir óskast fylltar út hjá Hagvangi: https://jobs.50skills.com/hagvangur/is/16427